Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 69

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 69
67 gengni lítið betri en í sveitinni, og er sóðaskapurinn því leiðinlegri og meira áberandi, sem þéttbýlið er meira. Ösku, skólpi og rusli er hent hvar sem vera vill út úr húsunum, og þá einkum í vegskurðina og ofanjarðarvatnsræsin á staðnum. Safnhús eða mykjuhús óviða, en mykjan borin upp á kletta eða hóla bak við húsin, og rennur svo lög- urinn niður um plássið, og sumstaðar að dyrum nágrannanna, sem neðar búa. Skólpræsla ófullkomin, annaðhvort engin eða þá út í skurð- inn við veginn eða í ræsin. Þrifnaður og hreinlæti innanhúss hefir aukizt. Við kláða hefir ekki orðið vart síðustu árin og lús og önnur óþrif ekki eins áberandi. Þvottur er nú víða að verða mjög þokkaleg- ur, vel þveginn og blæfallegur. Snyrtimennska í klæðaburði og hör- undsræktun einnig meiri en áður. Mýrdals. Tvö sæmilega vönduð íbúðarhús hafa verið byggð á árinu með tilstyrk Byggingar- og landnámssjóðs. Miðstöðvarhitun hefir ver- ið sett í nokkur hús. Tvær rafmagnsstöðvar hafa bætzt við, önnur fyrir 2 heimili, hin fyrir 5. Vestmannaeyjar. Verkamenn hafa ekki nægileg samtök sín á milli til að hrinda húsbyggingarmálinu í framkvæmd eða koma upp verka- mannabústöðum, með þolanlegum tilkostnaði. Sjóveitan, sem er und- irstaða hreinlætis við verkun fiskjarins, er enn ókominn, en von um hana næsta sumar. Grimsnes. Fráræslu er mjög víða ábótavant og illa er þrifað víða kringum bæina, þó eru stéttir framan við bæi nokkuð algengar. Sal- ernum fjölgar einnig, en vantar þó allt of víða. Keflavíkur. í Grindavíkurhverfunum hafa verið byggð 10 hús í ár, sumt steinhús. Grindvíkingar byggðu með frjálsum samskotum bú- stað fyrir héraðslækni, vandað tréhús, járnvarið, 12 X 15 álnir með miðstöð, þakvatnsleiðslu og steinvatnsþró í kjallara. Stærsta hænsna- bú landsins er nýsett á stofn í Grindavík, er það 100X16 álnir að stærð og rúmar 1000 hænsni, en sérstakur maður hafður til að stunda það. 5. Fatnaður og matargerð. Læknar láta þessa getið: Skipaskaga. Ný kjötbúð með nýtízku fyrirkomulagi var sett á stofn í kauptúninu í haust, svo hægt er að fá daglega allskonar nýmeti, er það til mikilla þæginda og framfara. Ullarnærfatnaður er því miður ekki svo algengur sem skyldi. Þó hefi ég orðið þess var, að mörg skóla- börn eru í ullarbolum og brókum, en fullorðna fólkið notar meira út- lendan bómullarfatnað. í sveitum er nú eingöngu notaður ullarnær- fatnaður. Varð ég þess einkum var á skólabörnum. Borgarnes. Klæðaburður breytist lítið, þó eru nú gömlu íslenzku skórnir næstum horfnir, en gúmmískór komnir í staðinn víða. Nær- fatnaður er heimaunnin prjónaföt eða bómullarföt, keypt frá útlönd- um. Ytriföt ýmist frá íslenzku verksmiðjunum („Gefjunni" og „Ála- fossi“) eða tilbúinn útlendur fatnaður, keyptur i búðum. Ólafsvíkur. Viðurværi alþýðu er sæmilega gott, en þó er mjólkur- neyzla í kauptúnunum mikið minni en hún þyrfti að vera. Á þeim stöðum er nú mikill áhugi vaknaður fyrir ræktun landsins. Og fer L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.