Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 71
69
7. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu IX) hvernig
2300 börn af 2500, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna.
Eru hundraðstölur sem hér segir (tölur siðastliðins árs í svigum):
Brjóst fengu ........... 87,6% (87,3%)
Brjóst og pela fengu .... 3,9— ( 2,8—)
Peía fengu ............. 8,5— ( 9,9—)
I Reykjavík líta tölurnar þannig út (650 börn):
Brjóst fengu ........... 97,2% (95,6%)
Brjóst og pela fengu .... 0,6— ( 0,8—)
Pela fengu ............. 2,2— ( 3,6—)
Læknar lát þessa getið:
Skipaskaga. Allar konur hafa haft börn sín á brjósti nema 5. Eng-
in vandkvæði hafa verið á því, að hafa næga mjólk handa börnunum,
þvi daglega berst hingað mjólk úr nærliggjandi sveitum, og auk þess
hafa margir hér í kauptúninu kýr, síðan farið var að rækta Garða-
land. Hirðing og klæðnaður á börnum í góðu lagi. Lýsi er börnum hér
í kauptúninu aimennt gefið.
Borgarfi. Meðferð ungbarna fer batnandi. Talið sjálfsagt að hafa
börn á brjósti. Ekkert ungbarn dó á árinu.
Borgarnes. Ég álít meðferð á ungbörnum fremur góða og barna-
dauði er mjög lítill, t. d. enginn þctta ár, en því miður eru áraskipti
að þessu. Eins og sést á útdrætti þeim, sem ég hefi gert úr ársskýrsl-
um yfirsetukvenna, hafa flestar mæður börn sín á brjósti lengri eða
skemmri tíma, og fer þá vanalega allt vel; þó Iítur stundum svo út að
börnin þoli ekki móðurmjólkina, en verði betra af hafraseyði, mjólk-
urblöndu eða öðru slíku, a. m. k. með brjósti.
Ólafsvikur. Meðferð ungbarna í héraðinu er í allgóðu lagi. Flest
börn höfð á brjósti fyrstu mánuðina. Ungbarnadauði hefir farið
minnkandi ár frá ári og er nú mjög lítill.
Instilfi. Eitt barn dó á þessu ári, sem hugsanlegt er, að ófullkomin
meðferð geti hafa átt þátt í að lézt. Móðirin fávis aumingi. Annars
eru börn frískleg að sjá.
Sidu. Ekkert ungbarn dó á árinu og hafa nú á 7 síðustu árum aðeins
dáið 2 ungbörn af 150 eða 13,3%c.
8. fþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfi. íþróttir eru stundaðar nokkuð í flestum sveitum hér-
aðsins, en hvergi nærri nóg og aðeins á vorin. Sundlaugar eru víða
og fer þar fram sundkennsla á vorin.
Svarfdæla Sundkennslu var haldið uppi við sundskálann í Svarf-
aðardal öðru hvoru síðari hluta vetrar og um vorið, og eitt hálfsmán-
aðarnámskeið var haldið þar í haust upp úr veturnóttum; hefir að-
sókn mátt heita góð, þótt ekki væri hún jafnmikil og allra fyrst. Leik-
•imi var kennd lítilsháttar við suma skólana, en hvergi er sérstakt hús
til þess og lítið um áhöld. Leikfimisnámskeið var haldið á Litla-Ár-