Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 119
Undanfarin ár hefir barnaveikin stöðugt farið rcnandi, ekki ein-
nngis í Reykjavík heldur og á öllu landinu. Síðustu árin hafa ekki
verið gefin uj)p í heilbrigðisskýrslunum nema 4—6 tilfelli á öllu land-
iiíu og má þvi svo heita, að barnaveikin hafi ekki gert vart við sig þessi
síðustu ár. Skyldi það g'eta verið, að barnaveikin sé orðin svo væg, að
hún valdi aðeins litilfjörlegum eða jafnvel engum hálsbólgueinlcenn-
um og' þekkist því ekki sem barnaveiki, eða skyldi veikin hafa lognazt
út af, sýklarnir dauðir og' horfnir og enginn verða fyrir smitun?
Til þess að leysa þessa spurningu varð að gera Schickpróf á börn-
um, til að athuga næmleika þeirra fyrir difteri-toxini. Þessi prófun
byggist á því, að dæla toxinskammti, sem svarar %o af banvænum
skammti fyrir naggrís inn í skinn (intrakutant) á manni og athuga
svo breytingarnar í hörundinu. Til að vera ónæmur fyrir barnaveiki
er talið að maðurinn þurfi að hafa a. m. k. A. E. (antitoxin-einingu)
pr. ccm. í blóðinu. Þegar toxini er dælt i skinnið, framkallar það roða
og þrota í því, nema því aðeins að tilsvarandi antitoxin sé í blóðinu,
sein geti bundið, „neutraliserað“ toxinið. Til að tryggja sig gegn fölsk-
um reaktionum, sem geta komið hjá næmum einstaklingum af eggja-
hvítunni einni í toxinblöndunni, er notuð samskonar toxinblanda,
sem hituð hefir verið upji í 70 stig til að eyðileggja toxinið, og þessari
blöndu dælt inn á öðrum stað. Hjá þeim, sem næmur er fyrir barna-
veikinni, hleypur ujip roði eftir toxinblönduna, en ekki eftir blönduna,
sem toxinið hefir verið eyðilag't i.
Til þessara prófana hefði verið æskilegt að geta valið börn á mis-
munandi aldri, helzt frá 2ja ára og upp eftir, en slíkt hefði verið lítt
framkvæmanlegt vegna örðugleika. El’tir að toxinið hefir verið þvnnt,
heldur það sér ekki nema noltkrar klst. og fer svo að dofna, og þar sem
ekki er með nákvæmni hægt að blanda minni skammt en handa 50
börnum, þarf maður að geta tekið stóra hópa fyrir á skömmum tíma,
en það væri litt framkvæmanlegt að ná i fjölda smábarna í einu til
að gera slíkar tilraunir á þeim.
Eg valdi mér því barnaskólann í Reykjavík (miðbæjarskólann) og
naut þar góðrar aðstoðar skólalæknisins, Ólafs Helgasonar, sem gerði
mikið af dælingunum með mér. í þessum skóla eru börnin á aldrin-
um 8—14 ára, flest 8—13 ára. Alls prófuðum við 880 börn, en af þeim
notaðist ekki nema að 814, þar sem sum veiktust og forfölluðust, svo
að ekki náðist í þau til að lesa reaktionirnar af.
Toxinið fékk ég óþynnt frá Statens Seruminstitut i Khöfn, sem
góðfúslega lét mig hafa ókeypis bæði toxinblönduna og þynningar-
vökvann, ennfremur upjihitaða toxinblöndu. Hér höfum við ekki tæki-