Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 122
120
En við Reykjavíkurtölurnar c>r það að athuga, að hörnin eru ekki þar
að neinu leyti valin. Þau eru frá allskonar heimilum, efnuðum og fá-
tækum, svo að útkoman sýnir fyrir það einmitt vel ónæmisástand
harna á þessu aldursskeiði í Rvík. Og útkoman hendir greinilega til
þess, að í Rvík sé mjög lítið um harnaveikissmitun. En annað er
líka eftirtektarvert, sem þegar hefir verið hent á, og er ekki síður á-
berandi, þegar amerísku tölurnar eru hafðar til hliðsjónar, og það er
það, hvernig tala hinna ónæinu hækkar skyndilega um 12 ára aldur.
Amerísku tölurnar sýna hvernig tala hinna ónæmu stígur um örfá %
á ári, jafnt frá ári til árs, og' þó örar innan 10 ára aldurs, hækkar frá
56 upp i 70% frá 8—12 ára aldurs og svo mjög hægt úr því, en hér
hækkar ónæmið úr 14% upp í 17,2% á 8—12 ára aldri, en tekur svo
stökkið. Línurit 1 sýnir þennan samanburð greinilega, hvernig tala
hinna ónæmu er miklu lægri hér á öllum aldri, og hvernig ónæmið fer
að stíga í Rvík einmitt á þeim aldri, sem það stígur minnst i U. S. A.
/p % —
/o
3 / C. P ý f /o //' /i ■/} //'
Eg hefi tekið hér Randaríkin til samanburðar, aðallega vegna þess,
að hvergi hefir verið gert eins mikið af Schickprófum eins og þar. En
útkoman er mjög svipuð í flestum öðrum löndum. Rosling hefir gert
Schickpróf á 593 manns í Höfn, og eru tölur hans yfir hörn á skóla-
aldri færðar inn í linuritið. Þar stígur ónæmið líka jafnt og þétt án
þess að taka nein stökk og er á öllum aldri hærra en hér.
Þó hafa á stöku stað fundizt afarlágar ónæmistölur. T. d. hefir B.
Whité1) í horg í Massachusets, þar sem barnaveiki kvað ekki hafa
komið fyrir i 25 ár, fundið 100% af börnunum Schick h-. Þetta lítur
næstum ótrúlega út, enda veit ég ekki hve þær rannsóknir hafa verið
ábyggilegar, en til eru skýrslur annarsstaðar frá, þar sem mjög lítið er
um ónæmi fyrir barnaveiki. T. d. hefir Schrumpf2) gert Schickpróf
1) White, B. Boston M. & Sc. J. 189 : 1026 (Dec, 20) 1923 ref. J. Am. M. Ass.
2) Schrumpf, Norsl; Magasin f. Læg. 1929, bls. 1039.