Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 66
1965
— 64 —
um 319 millj. kr. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 7,1%,
tímakaup verkafólks og iðnaðarmanna um 15,5 % og kaupmáttur tíma-
kaups þar með um 7,9% frá fyrra ári. Vinnufriður hélzt góður. Meðal
kjarabóta ófaglærðra verkamanna var stytting vinnuvikunnar í dag-
vinnu úr 48 klst. í 44 klst., en heildarvinnutími styttist lítils háttar á
árinu. Ráðstöfunartekjur verka-, sjó- og iðnaðarmanna hækkuðu um
17,1%, en 6,8% árið á undan. Einkaneyzlan, að meðtöldum kaupum
varanlegra muna, svo sem bifreiða, og að meðtalinni heilbrigðisþjón-
ustu við einstaklinga, jókst að magni um 4,5%, eða um 2,7% á mann,
en sú áætlun er ekki endanleg. Samneyzlan, þ. e. stjórnsýsla, réttar-
gæzla, menntun og almenn heilsugæzla, sem hið opinbera lætur í té,
jókst um 7,6%. Fjármunamyndun minnkaði um 2,0% og langmest í
fiskveiðum, eða um 63,3%. Byggingar hins opinbera jukust um 9,5%.
Til byggingar sjúkrahúsa og sjúkraskýla var varið um 108,2 millj. kr.,
og var það 0,8% minna að magni en árið á undan.1)
II. Framlag ríkis til heilbrigðismála.
1. Heilbrigðismál (12. grein fjárlaga):
Landlæknisembættið ........................... kr. 880.529,00
Héraðslæknar ................................... — 10.452.789,80
Heilbrigðisstofnanir ríkisins................... — 79.835.988,20
Rekstrarstyrkur sjúkrahúsa (annarra en ríkis) — 14.325.000,00
Styrkur til byggingar sjúkrahúsa og læknis-
bústaða ...................................... — 18.425.600,00
Styrkur til heilsuverndarstöðva ................ — 3.916.911,00
Annað .......................................... — 5.922.218,35
Samtals kr. 133.759.036,35
2. Félagsmál (17. grein fjárlaga):
Almannatryggingar (sjúkratryggingar)........... kr. 123.600.000,00
Ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla .... — 93.625.882,73
Elliheimili, SÍBS, slysavarnir, sjúkraflug .... — 2.550.964,00
Rauði krossinn, blindir, heyrnarlausir, fatlaðir,
vangefnir o. fl................................ — 717.000,00
Samtals kr. 220.493.846,73
1 og 2 alls kr. 354.252.883,08
i) Frá Efnahagsstofnuninni.