Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 133
— 131
í%5
heilsuspillandi húsnæði er að ræða. Þrifnaður í meðallagi. Ekki orðið
var við lús. Neyzluvatn í vatnsveitu á Reykhólum óhæft til drykkjar
vegna sýkla og jafnvel til þvotta vegna óhreininda.
Patreksfj. Húsakynni mega teljast góð yfirleitt og fara batnandi.
Þrifnaður er yfirleitt góður. Engin lús. Allmikið um rottur á Patreks-
firði, en fer minnkandi, sérstaklega eftir að öskuhaugarnir voru fluttir
úr alfaraleið.
Þingeyrar. Húsakynni yfirleitt góð og töluvert um nýbyggingar.
Umgengni í þorpinu ekki nægilega góð, og þyrfti að hreinsa alla kaup-
túnslóðina af ýmsum leifum, bátaræksnum og skúrum. Sorphreinsun
varla viðunandi.
Flateyrar. Húsakynni mörg gömul, en þrifnaður yfirleitt góður.
Lítið um nýbyggingar undanfarið, en í haust var byrj að á byggingu
verkamannabústaða, og mun það bæta úr brýnni þörf.
Suðureyrar. Gömlum og hrörlegum húsum fer heldur fækkandi og
ný rísa af grunni. Eitthvert mesta vandamál í þorpinu er enn sem fyrr
vatnsmálin, því að segja má, að neyðarástand ríki í frostum á veturna
og þurrkum á sumrin. Mun nú vera komin á laggirnar áætlun um meiri
háttar vatnsveitu úr vatnsfalli alllangt frá þorpinu.
Bolungarvíkur. Þrifnaður vaxandi samtímis því, sem fólk flytur úr
gömlu verbúðunum og hreysunum í nýbyggingar.
Höfða. Húsakynni víða góð og fara batnandi, þó að sum hús hér á
staðnum geti varla talizt mannabústaðir. Þrifnaður úti og inni sæmi-
legur, en þorpsbúum ekki mjög sýnt um að laga til á lóðum sínum.
Rottur þekkjast ekki, og lítið er um mýs.
Hofsós. Húsakynni yfirleitt góð. Héraðslæknir fyrirskipaði og skipu-
lagði allsherjar herferð gegn rottum í öllu héraðinu samtímis.
Ölafsfj. Mikið af nýsmíðuðum húsum og húsum í byggingu. Þrifnaður
á heimilum yfirleitt góður. Neyzluvatn nokkuð mengað af yfirborðs-
vatni, en ákveðið að reisa á næsta ári 900 tonna vatnsgeymi og leggja
nýja aðveitu. Mikið vantar á, að þrifnaður úti sé sem æskilegt væri, sér-
staklega í sambandi við fiskverkunarstöðvarnar. Farið var fram á
færslu sorphauga, en þeir eru alltof nærri bænum. Ekkert hefur gerzt
í því máli enn. Rottugangur fremur lítill, enda stöðugt eitrað fyrir
þ.ær.
Dalvíkur. Neyzluvatn fyrir Dalvík: Framkvæmdir varðandi það mál
hafa verið litlar sem engar hér heima fyrir á þessu ári. Dælistöðin er
enn ókomin, vatnsgeymirinn er enn óbyggður. Loforð eru sögð fyrir
fjármagni til framkvæmda á næsta ári.
Akureyrar. Hafin á árinu bygging 89 íbúðarhúsa með 142 íbúðum.
Um s.l. áramót voru samtals 139 íbúðarhús með 251 íbúð í byggingu
á Akureyri. Skráð eru fullgerð 38 hús með 85 íbúðum. Fokheld voru 63
hús með 90 íbúðum, og 38 hús með 76 íbúðum voru skemmra á veg
komin.