Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 169
— 167 —
1965
Aðfaranótt 14. júlí s.l. gerði sj. tilraun til að kveikja í fjórum hús-
um við Traðarkotssund og Skuggasund. Hann var undir áhrifum
áfengis. Hann telur sjálfur, að hann muni ekkert, hvað gerðist, fyrr
en undir lokin.
Þessi 23ja ára piltur er meðalstór, heldur myndarlegur maður með
hlýlegan og viðfelldinn svip. Hann virðist ekki vera mikill fyrir sér,
hlédrægur, nokkuð óöruggur, meinleysislegur og fús til samvinnu og
einlægur, að því er séð verður.
Tekið var greindarpróf Wechlers, Rorschachpróf, Benderpróf. Rætt
var nokkrum sinnum allrækilega við sj., og eitt viðtal var haft við systur
hans og mág.
WISC. Prófið var tekið í tveimur áföngum. Munnlegi hlutinn 17.
ágúst, verklegi hlutinn 18. ágúst. Samvinna var ágæt, en mér virtist
sj. vera mun óstyrkari á taugum seinni daginn, og getur það hafa
hamlað nokkuð árangri. Hann gerði að vísu ekkert úr því sjálfur, en
hjúkrunark. sagði, að hann hefði kviðið fyrir prófinu og sofið illa um
nóttina. Þennan sama morgun fór hann auk þess í heilarit.
Árangur í prófinu varð þessi:
I. Q. munnl. hluti....... 132
I. Q. verkl. hluti....... 108
I. Q. alls ................. 123
Útkoma úr munnlegum hluta prófsins var samkvæmt þsssu fram-
úrskarandi góð. Lausnir voru yfirleitt nokkuð jafnar, nema orðaforði
var einna lakastur, þó verulega yfir meðallag. Athyglisvert er, að
hugarreikningsþrautir á takmörkuðum tíma voru eins vel leystar og
unnt var. Sýnir það mikla skerpu og nákvæmni í hugsun. Sömuleiðis er
skyndiminni einstaklega gott. Hann gat haft rétt eftir 9-talna röð
áfram og 7-talna röð aftur á bak. Verklegi hluti prófsins var mun
verr leystur. Tvö próf ná þar aðeins meðallagi: talnatákn og ófull-
gerðar myndir. Bezt leysta prófið var litafletir, sem skar sig að því
leyti úr lausnum á verkefnum þessa hluta.
Að öllu samanlögðu verður ekki annað séð en I. sé mjög vel gefinn
maður. Enginn vegur er að telja þau afbrigði, sem vart varð við í
prófinu, vera af organiskum ástæðum. Reiknings- og minnispróf af-
sanna það beinlínis og sömuleiðis litaflatapróf, sem talið er vera næmt
fyrir organiskum breytingum. Á hinn bóginn benti margt til þess, að
I. væri haldinn mikilli taugaspennu, og virðist sú spenna hafa gert
meira vart við sig seinni prófdaginn, eins og áður er getið.