Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 160
26. september s. á„ leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 1041/1966:
G. H. f. h. ófjárráða sonar síns R. H. gegn 0. H-syni, Á. H. og Sjó-
vátryggingarfélagi Islands h.f.
Málsatvik eru þessi:
Sunnudaginn 25. ágúst 1963 var R. H. verkamaður, f. 28. marz 1948,
til heimilis að .........., Kópavogi, farþegi í bifreiðinni Y.... á
Vesturlandsvegi skammt frá Grafarholti. Eigandi og ökumaður þeirrar
bifreiðar var stefndur Á. H.............., Kópavogi. Árekstur varð
milli þeirrar bifreiðar og bifreiðarinnar R...., sem ekið var af
stefndum 0. H-syni, ............, Reykjavík, og var hann jafnframt
eigandi bifreiðarinnar. Báðar bifreiðarnar voru tryggðar hjá Sjóvá-
tryggingarfélagi Islands h.f. Við áreksturinn slasaðist nefndur R. H.,
og var hann fluttur í Landspítalann.
I málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar yfirlæknis Trygg-
ingastofnunar ríkisins, dags. 28. september 1965, svo hljóðandi:
„R. H., f. 28. marz 1948, verkamaður, til heimilis........... Kópa-
vogi.
Samkvæmt upplýsingum lögfræðings og samkv. læknisvottorðum, er
fyrir liggja, þá varð þessi maður fyrir slysi hinn 25. ágúst 1963. Hann
var farþegi í bifreið, sem valt.
Slasaði var fluttur í Landspítalann í Reykjavík, og það liggur fyrir
vottorð...........læknis, sem stundaði hann þar. Vottorð.............
[læknisins] er svo hljóðandi:
„26. ágúst 1963, kl. 0.30, var R. H„ f. 28. marz 1948, til heimilis að
.........., Kópavogi, lagður inn á handlæknisdeild Landspítalans
vegna þess, að sagt var, að hann hefði skömmu áður lent í bílslysi.
Við komu er ástandi svo lýst:
Sjúklingur er með meðvitund. Andlitið lítur mjög illa út, og blóð
rennur úr nösum. Stór skurður er á andliti hægra megin við nef, og
nær skurðurinn frá miðju enni innan við hægra augnkrók niður með
nefinu utanverðu og niður á kinn á móts við nefvænginn. Vinstra
megin er smáskurður neðan til og innan við augað. Auk þess er innri
augnkrókurinn sundurtættur og efra og neðra augnlokið rifið frá að
innanverðu.
Við nánari athugun kom í ljós, að nefbeinin voru mölbrotin og auk
þess var ennisbeinið brotið og efri kjálki. Allmikið af brotum var
laust. Hringvöðvinn kringum vinstra auga hafði rifnað frá, svo að augað
hafði gengið út á við.
Gert var að sárum sjúklingsins, og hann útskrifaðist af deildinni
hinn 7. september 1963, og ástandi er þá lýst þannig: Vinstra augnop
er dregið út á við, vegna þess að festið á hringvöðva augans hefur
losnað frá, en sjón á auganu er eðlileg.
Sjúklingur var síðan lagður inn aftur til aðgerðar hinn 2. júní 1964,