Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 158
1965
— 156 —
með svefn, hrokkið upp, er hann var nýsofnaður, og haft það á tilfinn-
ingunni, að einhver væri að ráðast á sig.
Sjúkleiki hans kom einnig fram á þá lund, að hann þoldi ekki að búa
í húsi því, er hann bjó í áður og varð fyrir árásinni í, og flutti hann
því með fjölskyldu sína út á land og bjó á Blönduósi um tíma.
Hann telur atvinnu sína hafa verið stopula fyrsta árið eftir áverk-
ann, en s.l. 2 ár hefur hann unnið að staðaldri við akstur hjá.....
í Reykjavík.
Núverandi óþægindi: Maðurinn kveðst vera taugaslappur. Þolir mjög
illa öll geðhrif. Kveðst ekki hafa höfuðverk að jafnaði, en fær stund-
um þyngsli yfir höfuðið. Hefur ekki fengið svima eða yfirlið eða
krampa.
Hann kveðst hafa tekið sérstaklega eftir því, að hann þoli mjög illa
áfengi og mun verr en fyrir áverkann, segist verða mjög illur við-
skiptis, er hann er undir áhrifum áfengis. og þoli mjög lítið magn.
Sérstaklega aðspurður þá kemur í ljós, að maðurinn hefur enn
amnesi fyrir sjálfri árásinni, man óljóst eftir sér morguninn eftir árás-
ina, en alls ekki eftir innlagningunni á sjúkrahúsið.
Að öðru leyti en því, sem að framan greinir, telur J., að heilsu sinni sé
ekki ábótavant.
Ályktun: Við athugun gagna málsins sést, að maður, sem ekki er
annað vitað um en hafi verið fullkomlega heilbrigður fyrir, verður
fyrir líkamsárás, þar sem hann annars vegar fær höfuðhögg og hins
vegar er hert svo að hálsi hans, að blóðrás til heila getur hafa hindrazt,
ruglast svo nokkrum klukkustundum síðar, að nauðsynlegt er að leggja
hann á geðspítala. Er maðurinn varð fyrir árásinni, svaf hann í rúmi
sínu og mun ekki hafa verið undir áhrifum áfengis, áður en hann
sofnaði.
Yfirlæknir sá, er hafði með manninn að gera á sjúkrahúsinu, lýsir
því yfir í læknisvottorði, að vistun hans á sjúkrahúsinu hafi verið bein
afleiðing líkamsárásarinnar, það er að segja að ástand það, er maður-
inn var í við komuna á sjúkrahúsið, hafi verið bein afleiðing af þeim
meiðslum, er maðurinn varð fyrir.
Þá þegar var talið, að maðurinn hefði hlotið heilamar, en hins vegar
ekki tekin afstaða til þess, hvort um varanlegar afleiðingar af meiðsl-
unum yrði að ræða.
Nú, nærri 3 árum eftir að maðurinn varð fyrir þessum áverka,
kemur í ljós, að hann ber enn töluverðar menjar eftir meiðslin. Hann
var algerlega óvinnufær 3—4 mánuði eftir meiðslið og lítt vinnufær
næstu 3—4 mánuði þar á eftir, en hefur síðan unnið létt störf.
Einkenni þau, sem rekja má til höfuðáverka nú, eru skapgerðar-
breytingar, en það er ekki vitað til, að maðurinn hafi af þeim sökum
verið til meðferðar hjá sérfræðingum í tauga- og geðsjúkdómum.
Svör við spurningum yðar verða því þannig: