Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 134
— 132 —
19H5
Grenivíkur. Húsakynni víðast orðin góð. Þrifnaður bæði innanhúss
og- utan í allgóðu lagi. Frárennsli frá húsum á Grenivík þyrftu að vera
betri. Neyzluvatn gott. Þó kemur fyrir í miklum leysingum, að það
verður skolleitt.
Kópaskers. Neyzluvatn á Kópaskeri hefur til þessa verið tekið í
brunnum. í haust var borað eftir vatni þar og með allgóðum árangri,
að því er virðist, og verður það væntanlega virkjað á sumri komanda.
Raufarhafnar. Á undanförnum árum, svo og í ár, hefur verið mikið
um nýbyggingar íbúðarhúsa.
Þórshafnar. Húsnæðisskortur tilfinnanlegur í Þórshöfn. Rottu hefur
nú í fyrsta skipti, svo að vitað sé, orðið vart í Þórshöfn. Rottugangur
mikill í Þistilfirði. Margir eitra fyrir rottur og mýs, en þyrfti að gerast
skipulegar.
Vopnafj. Yfir 20 ný íbúðarhús í smíðum. Búast má við, að
mörg hús verði tekin í notkun í vor eða sumar, og mun ekki af veita,
því að margar fjölskyldur búa þröngt, sumar í allsendis ófullnægjandi,
en einstaka í beinlínis heilsuspillandi húsnæði. Yfirleitt eru þó húsa-
kynni góð og þrifnaður inni við góður. Öðru máli gegnir um þrifnað
úti við. Hér ægir öllu saman, bílflökum, gömlum, ónýtum skúr-
kumböldum, bátskriflum o. fl. Virðist mér fólki heldur ósýnt um
fegrun og snyrtingu staðarins, sem er þó frá náttúrunnar hendi gull-
fallegur. Hér er til dæmis engin sorphirðing, en tíðkazt hefur frá
aldaöðli að kasta sorpi „fyrir bakkann", en það eru sjávarhamrar.
Sums staðar lendir sorpið í sjónum, en víðar aðeins í fjöruna og
„bíður brims“. Af Þessu leggur óþef mikinn í hitum á sumi'in, og
víðast eru klappir ataðar sorpi og fjörur fullar af rusli. Neyzluvatn
hefur mikið batnað.
Buöa. Húsakynni fara batnandi, svo og umgengni um þau. Talsvert
er reist af nýjum íbúðarhúsum.
Djtípavogs. Enn er unnið að vatnsveituframkvæmdum og talsvert
langt í land, að þeim sé lokið. Rottum er reynt að halda í skefjum með
eitri.
Eyrarbalcka. títlit er nú fyrir, að gott neyzluvatn náist til beggja
þorpanna.
3. Sullaveikivarnir.
Akranes. Hundahreinsun fer fram í öllum hreppum.
Buðardals. Héraðsdýralæknir leit eftir slátrun og framkvæmd hunda-
hreinsunar.
Reykhóla. Sullir fundust í fé frá 9 bæjum. Dæmalaus trassaskapur
við heimaslátrun og hundahreinsun í algerum ólestri. 1 Reykhólasveit
var nú gengið ríkt eftir, að enginn hundur slyppi.
Patrelcsfj. Hundahreinsun framkvæmd lögum samkvæmt.
Þingeyrar. Hundahreinsun framkvæmd eins og vera ber.