Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 128
1965
— 126 —
30 1963, um að lyfsala til aðstoðar skuli vera a. m. k. einn lyfjafræð-
ingur, sé fullnægt.
Húsakynni, búnaSur o. fl.: Breytingar á húsnæði lyfjabúða urðu
nokkrar á árinu, þar eð tvær fluttu í nýtt húsnæði, endurbygging
einnar og nýbygging annarrar lyfjabúðar var hafin. Búnaður var bætt-
ur í nokkrum lyfjabúðum.
Rannsóknir á lyfjum o. fl.: Lyfjarannsóknir voru eins og undanfarin
ár ýmist framkvæmdar á staðnum eða þá að sýnishorn voru tekin og
þau rannsökuð síðar, en þá var jafnan skilið eftir í vörzlu lyfsala inn-
siglað sýnishorn, sams konar og það, er tekið var til rannsóknar.
1. Eðlisþyngdarmælingar. Mæld var eðlisþyngd 311 lausna. Reyndist
eðlisþyngd 28 (9,0%) víkja um skör fram hjá réttu marki (1964:23
af 216, eða 8,9%).
2. Önnur lyf. Gerð var rannsókn á 84 lyfjum, heimagerðum og að-
keyptum, að því er magn virkra efna varðaði. Reyndist innihald
virkra efna og þungi 19 lyfja (22,6%) vera utan óátalinna frávika
(1964:16 af 59, eða 27,1%). Reyndist innihald lyfja þessara vera
sem hér segir, og getið er lyfja þeirra, sem ekki stóðust þungapróf:
Tabl. chinini 0,1 g. Stóðust ekki þungapróf.
Syrupus aetylmorphini comp. Innihélt saftin 0,267 % af etýlmorfín-
klóríði, sem er utan tíðkanlegra óátalinna marka, sbr. Ph.
Nord. 63, en mörk eru engin tiltekin í gildandi lyfjaskrá.
Pil. adetamini. Stóðust ekki þungapróf.
Tabl. diphenhydramini. Stóðust ekki þungapróf.
Inj. nicethamidi — 265 mg; 268 mg; 271 mg; 274 mg í hverjum
millilítra. Óátalin frávik 232 — 264 mg í hverjum millilítra.
Tabl. isoniazidi — 107 mg; 108 mg í meðaltöflu. Óátalin frávik
93—106 mg.
Supp. glyphyllini. Stóðust ekki þungapróf.
Tabl. B-combini DAK. Stóðust ekki þungapróf í tveimur tilfell-
um og voru í öðru tilfellinu auk þess ekki slegnar með tilskilinni
stimpilstærð.
Syr. codeicus fortior. Innihélt saftin 0,38%; 0,44%; 0,63% af
kódeíni. Óátalin frávik 0,47—0,53%.
Tabl. calc. lactat. Stóðust ekki þungapróf.
Sol. acidi borici — 2,16%. Óátalin frávik 1,88—2,10%.
Syr. acidi ascorbici MB’59 — 0,49 %. Skal innihalda minnst 0,50 %.
Er í sumum tilfellum um allverulega ónákvæmni við gerð lyfja að
ræða, en 2 lyfjabúðir skáru sig nokkuð úr, að því er þetta atriði
varðar.
3. Eftirlit með lyfjum, er fyrnast við geymslu. Athugasemd við eftir-
lit með lyfjum þessum var gerð í 11 lyfjabúðum. I einni lyfjabúð