Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 172

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 172
1965 — 170 — Sj. tók landsprófið á eðlilegum tíma. Sat síðan tvo vetur í 3. bekk M. R. Mér skilst, að hann hafi þá verið latur við nám og víst eitthvað óreglusamur. Hann hætti námi í 5. bekk. Hann var þá reglusamur, en átti sérstaklega erfitt með svefn, hafði mjög oft slæman höfuðverk og var þreyttur og illa upplagður. Eftir að sj. hætti námi, vann hann fyrst í tæpt ár í Landsbankanum, síðan nokkra mánuði í Fálkanum, en frá því snemma árs 1965 hefur hann unnið sem skrifstofumaður hjá S. I. S. í viðtölunum kemur fram, að sj. finnst honum ekki hafa gengið eins vel í vinnu og hann hefði óskað. Honum finnst hann hafa verið seinn að ná tökum á nýjum verkefnum og fljótur að gleyma. Þó skilst mér, að þetta sé orðið allmiklu betra núna. Hann er ánægður hjá S. I. S. og hefur tekið þar framförum í starfi, sem yfirmenn hans hafa kunnað að meta. Sj. á ekki mörg áhugamál. Helzta áhugamál hans um nokkurra ára bil hefur verið dulspeki, og er hann ritari í einni stúku Guðspekifélags- ins. Hann segist ekki vera neitt óreglusamur að ráði, og lítið er hann hneigður fyrir skemmtanir. Hann á fáa vini og félaga, segist vera feim- inn og eiga vanda til að koma klaufalega fyrir. Hann mun hafa verið hálfvegis trúlofaður um eitt skeið, en þau tengsl slitnuðu, og mér skilst, að hann hafi lítil afskipti haft af stúlkum. Hann segist vera allmikill draumóramaður og hneigður fyrir spekuleringar. Hann telur, að hann hafi fengið heilbrigt og eðlilegt uppeldi. Viðtal viö systur sj. Rætt var einu sinni við systur sj. Hún virðist vera það af skyldmennum hans, sem hann hefur verið og er einna tengdastur. Þau hafa alla tíð verið samrýmd og átt auðvelt með að taia saman. Hún lýsir bróður sínum þannig, að hann sé hæglátur og prúður í dagfari. Hann er hjálpfús og góður í sér. „Ekkert illt til í honum“. Hann er samvizkusamur í starfi og mjög heiðarlegur í fjár- málum, er t. d. sérstaklega illa við að skulda. Hann hefur í rauninni aðeins átt einn vin, og er það maður, sem er miklu eldri honum. Þeirra sameiginlega áhugamál er guðspekin. Hann heldur sig mest heima á kvöldin eða á heimili systur sinnar. Hann skemmtir sér lítið og er ekkert óreglusamur, svo að heitið geti. Hún segist t. d. aldrei hafa séð hann undir áhrifum áfengis, þó að þau umgangist mjög mikið. Aðaláhugamál hans um þessar mundir er klassisk músik. Hann hefur komið sér upp fullkomnum tækjum, eyðir kaupi sínu mest í plötur og situr mikið einn heima og spilar. Fyrr á árum var hann niðursokkinn í guðspekina og alls kyns dulfræði. Hann las heilu doðrantana um þessi efni, og telur systir hans, að það hafi átt sinn þátt í því, að hann flosnaði upp frá námi. — Systirin telur, að hann hafi liðið mikið af einmanaleik undanfarið. Hún telur að hann hafi breytzt allverulega við ofangreint slys, en fram að þeim tíma var hann fjörugur, skemmtilegur og duglegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.