Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 140
1965
— 138 —
I I. og’ II. í'lokk fóru 102700587 kg', eða 97,29%.
I III. flokk fóru 2661075 kg', eða 2,52%.
I IV. flokk fóru 194984 kg', eða 0,18%.
Eins og gæðamatið segir til um, er III. og IV. flokks mjólk að mestu
úr sögunni, enda má segja, að meðferð mjólkur hér á landi fari ört
batnandi.
Rvík. Mjólkursamsalan seldi á árinu 30,4 milljónir lítra mjólkur til
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Suðurnesja og Vestmannaeyja. Af því
voru 84% hyrnumjólk, 6,8% flöskumjólk og í lausu máli 8,4%, en af
því fer nokkur hluti til iðnaðar.
Akranes. Mjólk hefur verið seld í lausu máli um sérstök mælitæki.
Patreksfj. Reductase-próf gerð á mjólkinni reglulega.
Flateyrar. Neyzlumjólk ógerilsneydd og úrbóta þörf.
Suðureyrar. Mjólkurframleiðsla innanhéraðs eykst, og munar
minnstu, að fullnægi neyzluþörf.
Akureyrar. Á árinu bárust 20172860 lítrar mjólkur til Mjólkur-
samlags K. E. A. Meðalfita þessarar mjólkur reyndist vera 3,959%. Af
þessari mjólk fóru 18,3% til beinnar neyzlu, en 81,7% til vinnslu
mjólkurvara. Af smjöri voru framleidd 572409 kg, af skyri 197520 kg,
af osti 443232 kg og af mysuosti 48319 kg.
6. Áfengis- og tóbaksnotkun. Áfengisvarnir.
Rvík. Á árinu var selt áfengi úr áfengisútsölum í Reykjavík fyrir
400,1 milljónir króna. I fangageymslu lögreglunnar við Síðumúla gistu
7571 manns á árinu, flestir vegna ölvunar. Allmörg þeirra banaslysa —
eða samtals 19 —, sem urðu á árinu, má rekja beint til áfengisneyzlu.
Reykhóla. Áfengisnotkun afar lítil.
Þingeyrar. Áfengisnotkun áberandi, einkum í sambandi við skemmt-
anir.
Höfða. Margir drekka stíft og sumir sér til skaða og skammar.
7. Samkomustaðir og félagslíf.
Ekkert sérstakt frásagnarvert.
8. Framfarir til almenningsþrifa.
Rvík. Tekinn var í notkun Barnaspítali Hringsins, sem er tvær
sjúkradeildir innan Landspítalans með 30 rúmum hvor. Rauði kross
Tslands festi kaup á blóðbíl, sem er væntanlegur til landsins eftir
nokkra mánuði. Verður hann útbúinn nauðsynlegum tækjum til
geymslu á blóði og flutningi þess til Blóðbankans og til sjúkrahúsa.