Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 142
Viðbætir
Læknaráðsúrskurðir 1967.
1/1967.
Emil Ágústsson borgardómari hefur með bréfi, dags. 24. janúar
1967, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 12. s. m.,
leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 1162/1966: S. E-son gegn
Togaraafgreiðslunni h. f. og til réttargæzlu Sjóvátrvggingarfélagi Is-
lands h.f.
Málsatvik eru þessi:
Sunnudaginn 26. janúar 1964 var stefnandi máls þessa, S. E-son
verkamaður, ............... Reykjavík, að vinnu við uppskipun úr
m.s. Lise Jörg í Reykjavíkurhöfn. Við uppskipunina var notuð krana-
bifreiðin R-4984, eign stefndu Togaraafgreiðslunnar h.f. Verið var að
skipa upp vatnspípum úr lest skipsins, og stóð stefnandi niðri í lest-
inni. Skipað var upp þrem pípum í einu og tveim vírlykkjum brugðið
um þær. Næstsíðasta búntið festist í trönuspírum, sem lágu á lestar-
gólfinu, og þegar kranastjórinn var látinn kippa í búntið til að losa
það, slengdist það til, um leið og það losnaði, og lenti endi einnar píp-
unnar á vinstra fæti stefnanda ofan við hné og kastaði honum upp að
lestarþilinu með þeim afleiðingum, að vinstri lærleggur brotnaði.
I málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfir-
læknis, dags. 12. ágúst 1965, svo hljóðandi:
„Vinnuslys 26. janúar 1964.
Slysið varð með þeim hætti, að slasaði, sem vann við uppskipun á
vörum hjá Togaraafgreiðslunni h.f. í Reykjavík, varð á milli rörabúnts
og lestarþils og fótbrotnaði. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna, en
þaðan á Landakotsspítala, þar sem hann var undir eftirliti dr. med.
Bjarna Jónssonar, og í vottorði Bjarna 12. febrúar 1964 segir, að
um hafi verið að ræða fractura comminuta fem. sin. Á Landakots-
spítala var gerð skurðaðgerð og brotið fest.
Hann dvaldist á Landakotsspítala til 10. apríl 1964. I vottorði dr.
Bjarna, dags. 25. maí 1964, þá er meðferð á Landakotsspítala lýst, og
segir svo í vottorði dr. Bjarna:
,,S. E-son................... f. 4. febrúar 1938, koni hingað í
spítalann 26. janúar 1964. Sjúkl. hafði verið að vinna við skip
í höfninni, sem verið var að afferma, og slóst járnpípa í hann og lenti