Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 168
1965
166 —
Allt atferli I. þessa umræddu nótt og þar með afbrot hans benda til,
að um raunverulegt minnisleysi hafi verið að ræða, og finnst mér
vitnisburðir lögregluþjóna og annarra styðja þann grun. Hér kemur
líka fleira til, sem rennir stoðum undir þá skoðun, að minnisleysi hafi
verið raunhæft, og er þá fyrst að minnast á höfuðáverkann, þegar
hann var 12 ára, og þá alkunnu staðreynd, að ýmis sjúkleg viðbrögð,
einkum eftir áfengisneyzlu, myndast tíðum eftir slíka áverka. Ekki
fer á milli mála, að höfuðáverki I. var alvarlegs eðlis, og til er heila-
línurit af honum tekið u. þ. b. tveim árum eftir áverkann eða seint á
árinu 1958. Þar segir svo: Niðurstaða: Abnormt EEG, diffust og
lateraliserað, með hægu aktiviteti og dreifðum spikes og sharp waves
með maksimum vinstra megin centralt og temperalt. Gæti þetta bent
til organiskra breytinga mest áberandi á nefndu svæði. Posttraumat-
iskar breytingar? Contusio? Þetta þýðir, að um breytingar eða sködd-
un á heila sé að ræða, sennilega eftir áverka, og jafnvel hafi komið
til heilablæðinga (contusio). Ekki verður sagt, hvar eða hve miklar
þessar heilablæðingar hafa verið, en þær hafa þó ekki verið á svæðum,
sem valda lömun á vöðvum. Þetta sannar því ótvírætt, að I. hefur
skaddazt á heila, og afleiðingarnar koma fram á heilalínuriti tveim
árum seinna. Heilalínurit tekið í ágúst þetta ár er eðlilegt og sýnir
ekki þessa sköddun, en þarna er alls ekki sagt, að afleiðingar hennar
séu ekki fyrir hendi, þótt þær séu ekki í eins ríkum mæli og áður.
Niðurstaða: Án áfengisáhrifa og við eðlilegar aðstæður er ekki hægt
að finna geðveiki eða áberandi geðveiklun hjá I. Aftur á móti ófram-
færni og vanmáttarkennd með afleiðingum einstæðingsskapar, erfið-
leika í aðlögun og umgengni við fólk, bætt upp með draumórum, dul-
speki og innhverfri hugsun. Við áfengi hefur hann að mínu áliti
þrisvar áður, svo vitað sé, fengið sjúkleg viðbrögð og þar af tvisvar
viðbragð, sem telja má til geðveiki, og nú í fjórða sinn nóttina þann
14. júlí s.l., er hann framdi íkveikjurnar, en líklegust orsök fyrir þess-
um sjúklegu viðbrögðum verður að telja höfuðáverka samfara heila-
sköddun, er hann hlaut fyrir 11 árum.
Ég álít því, að umrædda nótt hafi I. verið í leiðslu eða þokuvitund
og framið íkveikjurnar í því ástandi, en svo nefnd full meðvitund,
vilji eða vit hafi verið víðs fjarri og hann því ekki sakhæfur á um-
ræddu tímabili.“
Þessu vottorði fylgir skýrsla.........sálfræðings, dags. 28. ágúst
1967, til .......... [sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum] um
niðurstöður sálfræðilegra prófa, svo hljóðandi:
„I. Á-son, f. 30. apríl 1944. for. Á. S-son, fulltrúi, Á. G-dóittir, heima
.............. Reykjavík.
Ofangreindur sj. á Farsóttahúsinu er rannsakaður eftir beiðni
.........., læknis [sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum], er lagði
sj. inn.