Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 104
1965
102 —
Höfða. Skólahús er nýtt og ekkert að því að finna, nema aðstöðu til
leikfimikennslu skortir algerlega. Skólabörn almennt hraust, en tann-
skemmdir mjög algengar.
Hofsós. Skólahús vantar tilfinnanlega í 4 hreppum.
Kópaskers. Sú nýbreytni er helzt í skólamálum, að Keldhverfingar og
öxfirðingar reka nú sameiginlega barnaskóla í Skúlagarði.
Þórshafnar. Aðstaða til skólahalds í sveitunum einstaklega léleg, en
vonir standa til þess, að úr því rætist.
IX. Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt (þar
með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda) :
1. Lög nr. 9 25. marz, um breyting á lögum nr. 25 16. apríl 1962, um
aðstoð við fatlaða.
2. Lög nr. 16 24. apríl, um lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna.
3. Lög nr. 20 23. apríl, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963, um
almannatryggingar.
4. Lög nr. 26 15. maí, um breytingu til bráðabirgða á lögum nr. 55
1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
5. Lög nr. 27 21. apríl, um breyting á lögum nr. 38 14. apríl 1954, um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 1. nr. 14 20. marz
1957.
6. Lög nr. 41 12. maí, um breyting á lögum nr. 7 3. febrúar 1953, um
hundahald og varnir gegn sullaveiki.
7. Hjúkrunarlög nr. 42 12. maí.
8. Læknaskipunarlög nr. 43 12. maí.
9. Lög nr. 51 18. maí. um breyting á lögum nr. 8 1963, um breyting
á lögum nr. 124 22. desember 1947, um dýralækna.
10. Lög nr. 56 14. maí, um breyting á lögum nr. 58 1946, um mennta-
skóla.
11. Lög nr. 57 20. maí, um breyting á lögum nr. 41 1955, um greiðslu
kostnaðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveitar-
félögum.
12. Lög nr. 75 25. maí, um breyting á ljósmæðralögum, nr. 17 19.
júní 1933.
13. Tilskipun nr. 86 31. ágúst, um setningu nýrrar lyfjaskrár.
14. Lög nr. 98 22. desember, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl
1963, um almannatryggingar.
15. Lög nr. 99 22. desember, um breyting á lögum nr. 78 7. maí 1936,
um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla.
Þessar reglugerðir og samþykktir varðandi heilbrigðismál voru gefn-
ar út af ríkisstjórninni (birtar í B-deild Stjórnartíðinda):