Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 82
— 80 —
Inflúenza gekk í grannlöndunum og barst hingað, en varð lítið úr eða
var a. m. k. lítt skráð, enda eru aðeins tveir taldir dánir úr veikinni.
Kikhósti gerði dálítið vart við sig síðustu mánuði ársins.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina faucium).
Töflur II, III og IV, la og b.
a. Af völdum keöjukokka (051 angina streptococcica).
1962 196S 1964 1965
Sjúkl............... 1378 1494 611 461
b. Af völdum annarra sýkla (473 angina tonsillaris).
r?»f- 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965
Sjúkl. 10425 8313 8883 12035 18223 21338 12473 12015 12147 10803
Dánir 2 1 11 1 ff 1 ff ff ff ft
Er skráð í nær öllum héruðum, en í engu frábrugðin því, sem gerist,
og engum varð hún að bana. Dreifing nokkuð jöfn á árið.
Kleppjárnsreykja. Talsvert um hálsbólgu allt árið, og virðist stund-
um hægt að rekja smitun til mjólkur úr kúm með júgurbólgu.
Þingeyrar. Nokkuð bar á hálsbólgu í jólamánuði.
Flateyrar. Angina tonsillaris og catarrhus ac. nasophar.-trachealis
eru viðloðandi mest allt árið, en í kjölfar þeirra koma alltaf nokkur
tilfelli af bronchitis, pneumonia og otitis media hjá börnum.
Blönduós. Meira og minna skráð allt árið.
Hofsós. Nokkur tilfelli af streptococcaangina í september—nóvember
og í flestum þessum tilfellum fylgikvillar, svo sem liðabólgur, útbrot og
nephritis.
Grenivíkur. Stakk sér niður alla mánuði ársins.
Breiðumýrar. Slæmur faraldur, einkum á börnum, í marz. Annars
dreifð tilfelli.
Þórshafnar. Skráð alla mánuði ársins, aldrei svæsin og aldrei veru-
legur faraldur.
Vopnafj. Hálsbólga og kvef hefur verið að stinga sér niður
af og til allt árið.
Búða. Fjöldi tilfella á mánuði hverjum. Nokkrar ígetðir, sem opna
þurfti.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli mánaðarlega allt árið.
Hafnarfj. Varð vart alla mánuði ársins. Aldrei illkynja.