Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 99
— 97 —
1965
eftir 5.’ mænusóttarbólusetningu. Fjöldinn allur af fólki veit nú ekki
lengur, hverjar ónæmisaðgerðir það hefur hlotið eða hvenær. Síðustu
fimm árin hef ég afhent mæðrum ónæmisskírteini fyrir börn þeirra.
Hefur það tvímælalaust orðið til þess, að betri regla hefur orðiö á
ónæmisaðgerðum, a. m. k. svo lengi sem börnin eru undir umsjá mæðr-
anna, en hætt er við, að skírteini þessi glatist síðar. Eina ráðið til að
vitneskja þessi geymist er, að sá, sem aðgerðir þessar fremur, haldi
spjaldskrá yfir þær, en slíkt er óframkvæmanlegt við núverandi vinnu-
skilyrði héraðslækna.
Búðardals. Nokkuð bar á, að komið væri of seint með börn til frum-
bólusetningar. Fjórða mænusóttarbólusetning vill gleymast.
Flateyrar. Fremur illa gekk að fá fólk til að koma með börn til ónæmis-
aðgerða framan af, en eftir að kikhóstinn fór að gera vart við sig syðra,
örvaðist aðsókn mikið.
Blönduós. Eru að jafnaði framkvæmdar einu sinni í viku og þá á
sérstökum tíma.
BreiSumýrar. Auk venjulegra ónæmisaðgerða voru 65 manns, flestir
á aldrinum 16—60 ára, bólusettir gegn mislingum.
Kópaskers. Langflestir foreldrar mjög samvizkusamir að láta bólu-
setja börn sín gegn mænuveiki, barnaveiki. kikhósta og stífkrampa.
Kúabólusetning er í ólestri, og kemur þar margt til, en er væntanlega
aðallega að kenna hinum tíðu læknaskiptum í héraðinu.
Raufarhafnar. Töluvert hefur verið um það seinni hluta ársins, að
fólk léti bólusetja gegn kikhósta, barnaveiki og stífkrampa. Fólk
hefur þá jafnframt verið hvatt til að láta bólusetja gegn mænuveiki.
Sleifarlag hefur annars verið á þessum málum meðfram vegna læknis-
leysis.
Vopnafj. Fólk hefur yfirleitt gætt þess að láta bólusetja börn
sín reglulega, enda alltaf verið til bóluefni til þeirra hluta. Bólusett
gegn inflúenzu tæp 200 manns, auk venjulegra bólusetninga.
Norður-Egilsstaða. Margrét Guðnadóttir læknir frá Keldum og
Kristín Jónsdóttir læknir komu austur um haustið og bólusettu all-
marga gegn mislingum. Af þeim voru 58 úr Norður-Egilsstaðahéraði.
Þessi bólusetning virðist ætla að gefa góða raun, því að mótefnamynd-
un reyndist yfirleitt góð og nær engin veikindi samfara eða eftir bólu-
setningu. Var fólkið á aldrinum 15—50 ára.
Hafnarfj. Fóru allar fram á heilsuverndarstöðinni á Sólvangi
nema bólusetning gegn inflúenzu og endurbólusetning (kúabóla), sem
héraðslæknir annaðist.