Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 164
1965
162 —
erfitt með að einbeita sér bæði að námi og öðrum viðfangsefnum. Sjálf-
ur gerir hann sér litla grein fyrir slysinu og rekur engar breytingar
í fari sínu til þess. Aftur á móti kannast hann mjög vel við, að hann
hafi breytzt mjög í 12 ára bekk, en kennir þar um stríðni félaga sinna,
og hafi sér einkum verið strítt á telpu, sem var í bekk með honum, og
hafi hann þess vegna fjarlægzt félaga sína, orðið einmana og fengið
vanmáttarkennd. Aftur á móti gefur hann enga skýringu á því, hvers
vegna honum hafi einkum verið strítt, þegar hann var 12 ára og hann
tekið það svo nærri sér, en man ekki eftir neinni sérstaklegri stríðni
félaga sinna áður. Aftur á móti varð fjölskyldan og ættingjar fyrst
varir við þessa breytingu hjá Ingólfi eftir slysið og vilja því setja hana
í samband við áverka hans. Þrátt fyrir örðugleika við að einbeita sér
og höfuðverk, sem ásótti hann talsvert mikið, einnig svefnleysi, sem
fór að gera vart við sig á þessum tíma, þá tókst honum með góðri greind
að fleyta sér upp í menntaskóla, en honum sóttist þar námið illa og
gafst hann upp í fimmta bekk, en hafði þá sökkt sér niður í „yoga“ og
aðra dulspeki um tíma. I menntaskóla átti hann aðeins einn félaga,
sem var nánast dvergvaxinn, en eftir brottför sína úr skólanum mátti
heita, að hann yrði algerlega einmana og hyrfi meir og meir inn í sjálfan
sig. Hann var þó áframhaldandi hjartagóður, hjálpfús, samvizkusam-
ur og ljúfur í allri umgengni, líkt og stórt barn, eins og eldri systir
hans orðar það. Eftir þetta fer I. að vinna á ýmsum stöðum, aðallega
á skrifstofum, en finnur sárt til þess, að hann á erfitt með að laga sig
að vinnunni eða fá fullt vald yfir henni, þótt hann skilji vel, að hún
sé tiltölulega auðveld, en honum finnst, að hann skorti bæði minni og
einbeitni hugans. Hann kann þó vel við sig í vinnu og hefur ekki undan
neinu að kvarta nema sjálfum sér.
I. fór að bragða vín 17 ára gamall, en það var lengi mjög lítið og
leið oft langur tími milli þess, að hann neytti víns. Víndrykkja hans
hefur þó verið nokkuð meiri s.l. 2 ár, en getur þó ekki kallazt mikil.
Hann átti þá til, er einmanaleikinn þrúgaði hann mjög, að hella dá-
lítið í sig, fara svo á skemmtistaði og reyna að komast í félagsskap
og þá oftast við menn, sem hann þekkti ekki áður. Ekki vill hann viður-
kenna, að hann hafi fundið til sjúklegra viðbragða við neyzlu áfengis
nema í þrem tilfellum og þá varla, fyrr en honum er bent á þessi at-
vik. Það fyrsta var árið 1964, er hann fór með vinnufélögum í skemmti-
ferð, og var þá gist í sæluhúsi. Fannst honum þá mjög sterkt, að hann
passaði hvergi inn í tilveruna og ekki innan um félaga sína. Kom þá
yfir hann sú tilfinning, að hann vildi ekki lifa lengur og reikaði því
úr skálanum, skar sig marga skurði á úlnlið, en þegar ekkert varð úr
stórblæðingu eða dauða, fór hann að svipast um eftir kletti eða fjalls-
tindi, sem hann gæti skotið sér fram af. Ekkert varð þó úr því, en
að lokum fann hann tré, sem hann reyndi að hengja sig í. Þetta mis-
tókst fyrir forlög, að því er hann heldur, og sneri hann aftur til