Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 131
— 129
1965
úr bænum hefur verið kastað í sjóinn alllangt fyrir sunnan Hvaleyrar-
holt undanfarin ár. Hefur það reynzt ófullnægjandi, eftir að bærinn
stækkaði og byggðin í Garðahreppi jókst. Vill reka á fjörur inn í firð-
inum alls konar rusl, svo sem mjólkurhyrnur. Veldur það óþrifnaði, þó
að reynt sé að brenna það, sem brennanlegt er. Lausn á þessu máli
fæst ekki, fyrr en reist verður sorpeyðingarstöð.
Kópavogs. Heilbrigðisnefnd heldur reglulega fundi mánaðarlega og
oftar, ef verkefni bíður. Vatnsgeymir var byggður við Digranesveg,
en ekki tekinn í notkun á árinu. Heldur þokast í áttina með viðunandi
frárennsli, en virðist þó eiga langt í land.
2. Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvík. Gefin voru út vottorð um ástand 130 íbúða vegna umsókna um
íbúðir eða lóðir, í sambandi við niðurrif og af öðrum ástæðum. Rifnar
voru 34 íbúðir, þar af 15 í herskálum. I árslok var fjöldi og ástand
skráðra íbúða í Reykjavík sem hér segir, en íbúðir alls í borginni voru
um 21124: Skoðaðar hafa verið 3050 íbúðir, eða 14,4% af heildartölu
íbúða í borginni. íbúðir þessar eru að langmestu leyti í kjöllurum
(2109), herskálum og skúrum eða þar sem sérstök ástæða þótti til. 1927
íbúðir (9,1%) reyndust ófullnægjandi. I þessum íbúðum bjuggu sam-
tals 3132 börn.
Aukning íbúðarhúsnæðis á árinu, nýbyggingar og viðaukar, nam
245878 m3. Eru þetta alls 624 íbúðir, sem skiptast þannig eftir her-
bergjafjölda: 1 herbergi 1, 2 herbergi 90, 3 herbergi 134, 4 herbergi 234,
5 herbergi 108, 6 herbergi 28, 7 herbergi 19, 8 herbergi 9, 9 herbergi 1.
Meðalstærð íbúða, byggðra á árinu, var um 392 m3. Lokið var við
byggingu skóla, félagsheimila, kirkna o. fl. að rúmmáli 85036 m3,
verzlunar-. iðnaðar- og skrifstofuhúsa 81093 m3, geymsluhúsa, geyma,
bílskúra o. fl. 79727 m3.
Eftir efni skiptast húsin þannig:
Úr steini ........................ 535693 m3
Úr timbri .......................... 3970 m3
Úr járni .......................... 62063 m3
Samtals 601726 m3
í árslok voru í smíðum 1408 íbúðir, og voru þar af 483 fokheldar.
Á vegum heilbrigðiseftirlitsins og Vatnsveitu Reykjavíkur voru á
árinu gerðar reglubundnar rannsóknir á neyzluvatni borgarbúa og
sendar til gerlarannsóknar. Sýnishorn voru ýmist tekin í Gvendar-
brunnum eða í aðfærsluæðum vatns til borgarinnar og ennfremur á
víð og dreif í borginni. Óhreinindi, sem fram koma í neyzluvatni, má
langoftast rekja til gallaðra heimæða.