Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 150
1965
— 148 —
og drykkjuþols mannsins hins vegar, sbr. einnig svar við fyrri
spurningu.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 28. sept-
ember 1967, staðfest af forseta og ritara 10. nóvember s. á. sem álits-
gerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 12. marz 1968 var
stefnda, Venusi h.f., gert að greiða stefnanda kr. 105.000,00 með 7% ársvöxtum
frá 19. júní 1964 til greiðsludags og málskostnaður látinn falla niður.
Áður en dómur gekk, hafði stefndi fengið greiddar kr. 12.235,70 frá Sjóvátrygg-
ingarfélagi Islands h.f.
Pébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
4/1967.
Þór Vilhjálmsson prófessor, dómari skv. sérstakri umboðsskrá, hefur
með bréfi, dags. 18. júlí 1967, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjar-
þingi Reykjavíkur 17. s.m., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr.
977/1961: S. S-son gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og til réttar-
gæzlu dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum í Reykjavík.
Málsatvik eru þessi:
Laugardagskvöldið 24. janúar 1953 var haldinn dansleikur í sam-
komuhúsinu Iðnó í Reykjavík á vegum Skemmtifélags Alþýðuflokks-
félags Reykjavíkur.
Um kl. 1 eftir miðnætti var dansleik þessum slitið af lögreglunni
vegna mikillar ölvunar. 1 ryskingum, sem urðu, er lögi-eglumenn voru
að ryðja húsið, slasaðist stefnandi þessa máls, S. S-son lögregluþjónn,
þá til heimilis að........, Reykjavík, er ölvaður maður, B. K., þá til
heimilis að ..........., Reykjavík, dró hann niður stiga, en þar var
mannþröng, og var troðið á honum, unz lögreglumenn komu á vett-
vang.
í málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. Vottorð.........., sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum, dags.
26. marz 1953, svo hljóðandi:
„S. S-son, f. 16. desember 1926. Obj. rannsókn þ. 27. janúar 1953
sýndi allmikil eymsli í vöðvum meðfram columna thoraco-lumbal., þó
sérstaklega í col. lumbal. Röntgenmyndin af col.-thoraco-lumbal. Costae:
eðlileg.
Ennfremur mar á v. hné ca. 6 cm í diameter og mar ca. 3 cm í dia-
meter framan á tibia v. m.
Sjúkl. hefur verið óvinnufær síðan 24. janúar 1953.“
2. Vottorð Hauks Kristjánssonar, yfirlæknis Slysavarðstofu Reykja-
víkur, dags. 10. september 1959, svo hljóðandi:
„S. S-son lögregluþjónn til heimilis ............. hefur þjáðst af