Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 162
1965
160 —
Nefið sjálft er lítils háttar skakkt yfir til hægri og flatt. Vinstra auga
er teygt yfir til vinstri, og augnlokin brettast út á við, einkum verður
þetta áberandi inni í augnkróknum nefmegin, og sést þar inn í augn-
tóftina.
Ályktun: Hér er um að ræða 17 ára gamlan pilt, sem slasaðist í bílslysi
fy.rir rúmlega 2 árum. Við slysið þá hlaut hann mikið högg á andlit
og skarst mikið, einkum á enni og niður um vinstra auga, hlaut auk
þess brot á nefbeinum, ennisbeini og efri kjálka. Hann var lagður
inn á spítala að nýju sumarið eftir slysið, og var þá gerð aðgerð og
aftur í desember s.l. og var þá enn gerð aðgerð.
Ástand piltsins vegna slyssins nú er þannig, að hann hefur áberandi
lýti í andliti, einkum á vinstra auga og nefi, og auk þess er tárarennsli
frá vinstra auga stíflað, svo að tárarennsli er allmikið út úr auganu.
Vegna þessa slyss þá verður að telja, að pilturinn hafi hlotið tíma-
bundna og varanlega örorku, og telst sú örorka hæfilega metin þannig:
Frá 26. ágúst—7. sept. 1963 100% örorka
— 8. sept.—30. sept 1963 75% —
— 1. okt.—31. okt. 1963 50% —
— 1. nóv. 1963—31. maí 1964 25% —
— 1. júní 1964—15. júní1964 100% —
— 16. júní 1964—30. júní 1964 75% —
— 1. júlí 1964—31. ágúst 1964 50% —
— 1. sept. 1964—6. des. 1964 25% —
— 7. des. 1964—19. des. 1964 100% —
— 20. des. 1964—31. jan. 1965 50% —
— 1. febr. 1965—31. maí 1965 25% —
og síðan varanleg örorka 20% —
Hin tilvitnuðu læknisvottorð........... [læknis á Landspítalanum]
og............ [augnlæknis] liggja fyrir í málinu.
MáliS er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Telur læknaráð, að slysmál þetta beri að meta til örorku?
2. Ef svo er, hversu mikla örorku, og hverjar telur það forsendur
fyrir því mati?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Já.
Ad 2. Læknaráð fellst á örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfir-
læknis, dags. 28. sept. 1965 og forsendur hans fyrir því.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 23. nóv-