Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 161
— 159 —
1965
og var þá gerð aðgerð á nefinu og augnkróknum. Hann útskrifaðist
þá hinn 13. júní 1964 og var lagður inn að nýju hinn 7. desember 1964
og útskrifaðist 19. desember 1964.
Ástand er nú þannig, að sjúklingur hefur greinilegt ör, sem nær
frá enni vinstra megin niður með vinstra augnkrók og niður á kinnina
við nefið. Nefið sjálft er lítið eitt fært yfir til hægri og nefhryggurinn
í flatara lagi. Vinstra augað stendur nokkuð utar en eðlilegt er og ofur-
lítið innar og augnlokin, sérstaklega það neðra, eru brett út á við við
innra augnkrókinn. Táragöngin eru lokuð og tárarennsli er talsvert
úr auganu, einkum þegar sjúklingur er úti við. Um ástand augans
vísast til vottorðs frá........augnlækni, sem fylgir þessu vottorði.
Ályktun: Sem afleiðing af slysinu hefur sjúklingur varanleg lýti í
andliti, sem þó hafa lagazt verulega við aðgerðir. Hann hefur enn
fremur varanlegar truflanir á starfsemi augans. Hvað útlit snertir,
er ekki von til, að frekari aðgerðir bæti um, en hugsanlegt er í sam-
ráði við augnlækni að gera aðgerð til að opna táragöngin, en þó verður
að telja árangur af slíkum aðgerðum vafasaman sökum hinnar miklu
sköddunar á andlitsbeinunum og örmyndunar í mjúkum pörtum.“
Eins og til er vitnað í vottorði ........ [síðast nefnds læknis á
Landspítalanumj, þá hefur maðurinn verið til athugunar hjá.........
augnlækni, og það liggur fyrir vottorð frá honum, dags. 13. apríl 1965,
og það vottorð er svo hljóðandi:
„Augnskoðun í dag hjá R. H............. Kópavogi, f. 28. marz 1948,
leiddi í ljós:
Sjón: Hægra auga: 6/6. Vinstra auga 6/6. Refraction: Hægra auga:
+ 0,5 = 6/6. Vinstra auga: + 0.5 = 6/6. Augnbotnar eðlilegir. Vöðva-
balance: Esophoria 1° (innan eðlilegra marka). Samsjón (stereoskop-
isk) augna er eðlileg. Vinstra megin er ectropion cum evertio puncti
lacrimalis inferior vegna örmyndunar í innri canthus, og einnig er
occlusio ducti nasolacrimalis sin. sömuleiðis vegna örmyndunar post
trauma.“
Maðurinn kom til viðtals hjá undirrituðum 24. september 1965.
Hann skýrði frá slysinu og meðferðinni eins og lýst hefur verið. Hann
kveðst hafa verið í skóla og getað stundað nám veturna 1963—64 og
1964—65. Kveðst ekkert hafa getað unnið sumarið 1964, vegna þess
að hann lá á Landspítala það sumar og gerðar voru aðgerðir. Hann
vann s.l. sumar og kveðst munu vinna áfram í vetur. Hann vinnur nú
hjá Garðyrkju Reykjavíkur.
Núverandi óþægindi: Kvartar aðallega um tárarennsli úr vinstra
auga bæði inni við, en einkum mun það vera úti við vinnu. Hann kveðst
ekki hafa verki í andlitinu, en þolir illa kulda. Hann kveðst ekki hafa
nefstíflu eða nefrennsli.
SkoSun: Það eru greinileg lýti og missmíði á andlitinu. Stórt ör á
enni vinstra megin og niður í augnkrók og niður á kinnina við nefið.