Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 139
137 —
1965
Kvartanir eru þó mun fleiri en hér getur, því að einungis þær eru
skráðar, sem heyra undir verksvið heilbrigðiseftirlitsins. Hafa þæv
verið athugaðar og reynt að fá úrbætur eftir atvikum. öðrum kvört-
unum er beint til viðkomandi aðila eða kvartendum gefnar leiðbein-
ingar um úrbætur.
PatreJcsfj. Fylgzt eftir föngum með sölu og dreifingu matvæla.
Ólafsfj. Farið í allar verzlanir og aðgætt um meðferð og geymslu
matvæla.
Vopnafj. Mikill sóðaskapur ríkti hér í meðferð matvæla í smá-
sölu í haust, en þetta var þó fljótlega lagað, er á það var bent. Nú
standa fyrir dyrum miklar breytingar á helztu matvörubúð kauptúns-
ins, og batnar þá aðstaða öll.
Veitinga- og gististaðaeftirlit ríkisins.
Á árinu voru farnar tvær yfirferðir um landið á alla staði (utan
Reykjavíkur), sem hafa með höndum gisti- og veitingastaðarekstur, svo
og á alla greiðasölustaði, sem eru 197 talsins. Ástand gistihúsa og veit-
ingastaða úti á landsbyggðinni hefur tekið töluverðum breytingum til
hins betra, og í flestum tilfellum hefur fyrirmælum eftirlitsmanns
verið hlýtt. Tveim samkomuhúsum var lokað á árinu, öðru á Vestur-
landi og hinu á Norðausturlandi, báðum var gefinn frestur til endur-
bóta. í byrjun september efndi eftirlitið til ráðstefnu að hótel Reyni-
hlíð við Mývatn með öllum hóteleigendum og/eða stjórnendum gisti-
og veitingastaða utan Reykjavíkur. Stóð sú ráðstefna 2 daga. Var dr.
Sigurður Pétursson gerlafræðingur fenginn til þess að halda fyrir-
lestra á vegum eftirlitsins. Fyrirlestrarnir voru tveir, einn hvorn dag-
inn ásamt kvikmyndasýningum. Skrifleg fyrirmæli um breytingar og/
eða lagfæringar voru gefnar á 62 stöðum. Sýnishorn tekin af matar-
ílátum, svo sem djúpum og grunnum diskum, bollum, vatnsglösum o. fl.,
voru 197 talsins. Matareitranir, sem eftirlitsmanni er kunnugt um, voru
tvisvar í sömu verbúðum á Suðurlandi á tímabilinu 12—20. apríl. Um
150—200 manns veiktust, orsakir skemmdur matur. Ein eitrun kom
fyrir í gistihúsi á Norðurlandi. Þar veiktust um 60 manns. Orsök var
smitun frá músum. Matareitranir eru eflaust fleiri, en erfitt að fá upp-
lýsingar um þær. Ekki er í þessu yfirliti talin ferð með Ferðamálaráði
um Austur-, Norður- og Suðvesturland og ferð til Vestmannaeyja að
tilhlutan heilbrigðisnefndar staðarins hinn 9. nóv.
5. Mjólk.
Frá mjólkureftirlitsmanni ríkisins:
Á árinu reyndist mjólkurframleiðslan betri en nokkru sinni áður.
Gæðamat mjólkurinnar reyndist þannig: