Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 95
— 93
1965
D. Geðsjúkdómar. Áfengis- og deyfilyfjasjúklingar.
Töflur XV, XVI.
Á geðveikrahælunum lágu 1309 sjúklingar á árinu, en læknar telja
fram 166 geðsjúklinga á árinu utan Reykjavíkur, 61 áfengissjúkling
og 9 deyfilyfjaneytendur (einnig utan Reykjavíkur). Þó að tölur þess-
ar séu birtar að gamalli venju, gefa þær enga hugmynd um raunveru-
lega tíðni þessara sjúkdóma.
E. Atvinnusjúkdómar.
Töflur XV, XVI.
Með atvinnusjúkdóma eru taldir 17 sjúklingar utan Reykjavíkur,
allt karlar.
Rvík. Atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sem
undanfarið hefur verið stjórnað og starfrækt af dr. med. Óskari Þórð-
arsyni yfirlækni, var á þessu ári flutt undir stjórn og starfrækslu að-
stoðarlæknis borgarlæknis og starfar í nánu sambandi og samvinnu
við heilbrigðiseftirlitið. Komið hefur til rannsóknar fólk úr ýmsum
starfsgreinum eftir því, sem tilefni hafa gefizt til.
F. Fötlun.
Töflur XV, XVI.
1. Fávitar. 2. Daufdumbir. 3. Málhaltir. 4. Heyrnarlausir. 5. Blindir.
Fávitar eru taldir 536, daufdumbir 85, málhaltir 42 (vantar úr
Reykjavík), heyrnarlausir 171 og blindir 258. 1 Heyrnleysingjaskól-
anum í Reykjavík voru 28 nemendur skólaárið 1965—1966.
G. Ýmsir sjúkdómar.
Hér verður aðeins birt skýrsla um augnlækningaferðalög og augn-
sjúkdóma, er augnlæknar fundu á ferðum sínum.
Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar um
landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson, augn-
læknir í Reykjavík, um Vesturland, Helgi Skúlason, augnlæknir á Ak-
ureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykjavík,
um Austfirði og Hörður Þorleifsson, augnlæknir í Reykjavík, um Suður-
land.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar: