Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Blaðsíða 152
1965
— 150 —
Röntgenmyndir, teknar 11. ágúst 1959 í Landspítala, sýna miklar
breytingar á hrygg. Beinspengur ganga milli liðbola, en liðbil eru eðli-
lega breið. Mest ber á þessum spöngum í lendahrygg (columna lumbalis)
og brjósthrygg (columna thoracalis) neðanverðum, og verða þær ekki
með vissu greindar fyrir ofan 6. brjóstlið. Ekki sjást skekkjur, sem
máli skipta. Hryggjarliðamót (articulationes intervertebrales) eru lok-
uð í lendahrygg.
Á röntgenmyndum, teknum í Landspítala 3. febrúar 1953, sést byrj-
andi spangarmyndun milli 9. og 10., 10. og 11 og 11. og 12. brjóstliðs og
væntanlega milli 12. brjóstliðs og 1. lendaliðs. Hryggjarliðamót (artic.
interverteb.) eru opin.
Hér er um að ræða 32 ára gamlan mann með alvarlega kölkun í
hrygg, spondylarthrosis ankylopoetica. — Sjúkdómurinn hefur verið
byrjaður, áður en sjl. fékk téðan áverka, því ótvíræðar kalkanir sjást
í böndum milli nokkurra hryggjarliða 9 dögum síðar, en það er of
stuttur tími til þess, að slíkar kalkanir geti myndazt og komið fram
á röntgenmynd.
Áverki sá, sem sjl. varð fyrir 24. janúar 1953, var auðsjáanlega
mikill, en um það, hvort hann hefur flýtt fyrir sjúkdómnum eða aukið
hann, verður ekkert fullyrt. Ég vil þó geta þess, að margir telja, að
orsakasamband sé milli áverka og sjúkdómsins (að trauma sé etiolog-
iskur factor), en ótvíræðar sannanir um það, af eða á, eru vandfengn-
ar og liggja ekki fyrir mér vitanlega."
Slasaða var metin varanleg örorka hjá Tryggingastofnun ríkisins
3. desember 1959 25%, og var talið, að heildarörorka hans vegna sjúk-
dóms í baki væri 50%, en af því mætti rekja 25% örorku til slyssins,
er hann varð fyrir hinn 24. janúar 1953, og fékk hann eingreiðslu ör-
orkubóta í samræmi við það.
Fyrir liggur vottorð h. 15. marz 1965 frá ........... lækni [sér-
fræðingi í geislalækningum], og er það svo hljóðandi:
„Ég hef skoðað hr. lögregluþjón S. S-son, ..........., Reykjavík,
sem fæddur er 16. desember 1926, m. t. t. áverka, er hann varð fyrir
24. janúar 1953.
Við röntgenskoðun kemur fram, að hann hefur spondylarthrosis
ankylopoética, og er um heldur meiri kölkun nú að ræða en var við
röntgenskoðun 1959 og mun meiri en 1953, er slysið varð. Engin merki
um brot né afleiðingar af broti að sjá.
Kliniskt er sjúkl. verri nú, þ. e. hann er stífari allur í baki, hreyfir
bol sem heild og engin sveigja til í bakinu, en getur beygt sig í mjöðm-
um eðlilega. Á þar af leiðandi erfitt með að standa upp og setjast,
einnig með að klæða sig í sokka, skó og buxur, en getur samt gjört það.
Hreyfingar í hálsi eru stirðar, og fylgir bolurinn með að miklu leyti
við hliðarhreyfingar, en hreyfingar í hálsi fram og aftur eru tiltölulega