Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Side 164

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Side 164
1965 162 — erfitt með að einbeita sér bæði að námi og öðrum viðfangsefnum. Sjálf- ur gerir hann sér litla grein fyrir slysinu og rekur engar breytingar í fari sínu til þess. Aftur á móti kannast hann mjög vel við, að hann hafi breytzt mjög í 12 ára bekk, en kennir þar um stríðni félaga sinna, og hafi sér einkum verið strítt á telpu, sem var í bekk með honum, og hafi hann þess vegna fjarlægzt félaga sína, orðið einmana og fengið vanmáttarkennd. Aftur á móti gefur hann enga skýringu á því, hvers vegna honum hafi einkum verið strítt, þegar hann var 12 ára og hann tekið það svo nærri sér, en man ekki eftir neinni sérstaklegri stríðni félaga sinna áður. Aftur á móti varð fjölskyldan og ættingjar fyrst varir við þessa breytingu hjá Ingólfi eftir slysið og vilja því setja hana í samband við áverka hans. Þrátt fyrir örðugleika við að einbeita sér og höfuðverk, sem ásótti hann talsvert mikið, einnig svefnleysi, sem fór að gera vart við sig á þessum tíma, þá tókst honum með góðri greind að fleyta sér upp í menntaskóla, en honum sóttist þar námið illa og gafst hann upp í fimmta bekk, en hafði þá sökkt sér niður í „yoga“ og aðra dulspeki um tíma. I menntaskóla átti hann aðeins einn félaga, sem var nánast dvergvaxinn, en eftir brottför sína úr skólanum mátti heita, að hann yrði algerlega einmana og hyrfi meir og meir inn í sjálfan sig. Hann var þó áframhaldandi hjartagóður, hjálpfús, samvizkusam- ur og ljúfur í allri umgengni, líkt og stórt barn, eins og eldri systir hans orðar það. Eftir þetta fer I. að vinna á ýmsum stöðum, aðallega á skrifstofum, en finnur sárt til þess, að hann á erfitt með að laga sig að vinnunni eða fá fullt vald yfir henni, þótt hann skilji vel, að hún sé tiltölulega auðveld, en honum finnst, að hann skorti bæði minni og einbeitni hugans. Hann kann þó vel við sig í vinnu og hefur ekki undan neinu að kvarta nema sjálfum sér. I. fór að bragða vín 17 ára gamall, en það var lengi mjög lítið og leið oft langur tími milli þess, að hann neytti víns. Víndrykkja hans hefur þó verið nokkuð meiri s.l. 2 ár, en getur þó ekki kallazt mikil. Hann átti þá til, er einmanaleikinn þrúgaði hann mjög, að hella dá- lítið í sig, fara svo á skemmtistaði og reyna að komast í félagsskap og þá oftast við menn, sem hann þekkti ekki áður. Ekki vill hann viður- kenna, að hann hafi fundið til sjúklegra viðbragða við neyzlu áfengis nema í þrem tilfellum og þá varla, fyrr en honum er bent á þessi at- vik. Það fyrsta var árið 1964, er hann fór með vinnufélögum í skemmti- ferð, og var þá gist í sæluhúsi. Fannst honum þá mjög sterkt, að hann passaði hvergi inn í tilveruna og ekki innan um félaga sína. Kom þá yfir hann sú tilfinning, að hann vildi ekki lifa lengur og reikaði því úr skálanum, skar sig marga skurði á úlnlið, en þegar ekkert varð úr stórblæðingu eða dauða, fór hann að svipast um eftir kletti eða fjalls- tindi, sem hann gæti skotið sér fram af. Ekkert varð þó úr því, en að lokum fann hann tré, sem hann reyndi að hengja sig í. Þetta mis- tókst fyrir forlög, að því er hann heldur, og sneri hann aftur til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.