Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Síða 151

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Síða 151
— 149 — 1968 Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 1. júní 1970, staðfest af forseta og ritara 12. nóvember s. á. sem álitsgerð og úr- skurður læknaráðs. Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíknr 21. maí 1971 var stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnandi og málskostnaður látinn falla niður. 6/1970 Magnús Thoroddsen, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi, dags. 2. júní 1970, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavík- ur s. d., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 1682/1968: H-ó-son gegn ölgerðinni Agli Skallagrímssyni h.f. og Vátryggingafélaginu h.f. til réttargæzlu. Málsatvik eru þessi: Stefnandi máls þessa, H. Ó-son.... Reykjavík, hóf störf hjá stefndu Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni h. f., og kveðst hann hafa verið ráð- inn til ýmissa starfa þar. 1 stefnu er atvikum lýst nánar á þessa leið: ,,Hinn 27. sept. 1966 fól verkstjórinn honum að taka á móti flöskum, er voru að koma úr hitaofni verksmiðjunnar, og setja þær í kassa. Vinnu- tilhögun þarna er sú, eftir því sem stefnandi og verkstjóri hjá stefndu hafa skýrt rannsóknarlögreglunni frá, að ölflöskumar eru settar á kerru, og kerran með ölflöskunum síðan sett inn í hitaofn, þar sem flöskurnar eru hitaðar upp í 80° á Celsius. Síðan er kerran tekin út úr hitaofninum og flöskurnar látnar kólna í um það bil hálfa klukku- stund. Því næst eru flöskurnar látnar í kassa, og vann stefnandi við það verk. Klukkan 16,10 umræddan dag voru stefnandi og félagi hans um það bil hálfnaðir við að losa flöskur af kerru í kassa, og varð þá það slys, að ein af flöskunum sprakk með þeim afleiðingum, að gler- brot hrökk í auga stefnanda. Hann var þegar í stað fluttur til .... augnlæknis, sem gerði að meiðslunum, en síðan á spítala, þar sem hann lá í þrjár vikur. Stefnandi missti næstum sjón á auganu og hlaut var- anlega 20% örorku af slysinu". I málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfir- læknis, dags. 24. október 1967, og læknisvottorð .... augnlæknis, Reykjavík, dags. 10. október 1967. Tryggingayfirlæknirinn tekur síð- ast nefnt vottorð upp í örorkumat sitt, en það hljóðar svo að loknum inngangsorðum: ,,Slasaði var til meðferðar hjá .... augnlækni og var lagður í Sjúkra- hús Hvítabandsins, þar sem hann lá frá slysdegi til 15. október 1966. t vottorði .... [augnlæknis] til slysatrygginga Tryggingastofn- unar ríkisins hinn 10. janúar 1967 segir, að um hafi verið að ræða vuln- us perforans corn. dx. 1 þessu sama vottorði er sjón á hægra auga án
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.