Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Blaðsíða 151
— 149 —
1968
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 1. júní 1970,
staðfest af forseta og ritara 12. nóvember s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíknr 21. maí 1971 var stefndi sýknaður
af öllum kröfum stefnandi og málskostnaður látinn falla niður.
6/1970
Magnús Thoroddsen, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi,
dags. 2. júní 1970, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavík-
ur s. d., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 1682/1968: H-ó-son
gegn ölgerðinni Agli Skallagrímssyni h.f. og Vátryggingafélaginu h.f.
til réttargæzlu.
Málsatvik eru þessi:
Stefnandi máls þessa, H. Ó-son.... Reykjavík, hóf störf hjá stefndu
Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni h. f., og kveðst hann hafa verið ráð-
inn til ýmissa starfa þar. 1 stefnu er atvikum lýst nánar á þessa leið:
,,Hinn 27. sept. 1966 fól verkstjórinn honum að taka á móti flöskum,
er voru að koma úr hitaofni verksmiðjunnar, og setja þær í kassa. Vinnu-
tilhögun þarna er sú, eftir því sem stefnandi og verkstjóri hjá stefndu
hafa skýrt rannsóknarlögreglunni frá, að ölflöskumar eru settar á
kerru, og kerran með ölflöskunum síðan sett inn í hitaofn, þar sem
flöskurnar eru hitaðar upp í 80° á Celsius. Síðan er kerran tekin út
úr hitaofninum og flöskurnar látnar kólna í um það bil hálfa klukku-
stund. Því næst eru flöskurnar látnar í kassa, og vann stefnandi við
það verk. Klukkan 16,10 umræddan dag voru stefnandi og félagi hans
um það bil hálfnaðir við að losa flöskur af kerru í kassa, og varð þá
það slys, að ein af flöskunum sprakk með þeim afleiðingum, að gler-
brot hrökk í auga stefnanda. Hann var þegar í stað fluttur til ....
augnlæknis, sem gerði að meiðslunum, en síðan á spítala, þar sem hann
lá í þrjár vikur. Stefnandi missti næstum sjón á auganu og hlaut var-
anlega 20% örorku af slysinu".
I málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfir-
læknis, dags. 24. október 1967, og læknisvottorð .... augnlæknis,
Reykjavík, dags. 10. október 1967. Tryggingayfirlæknirinn tekur síð-
ast nefnt vottorð upp í örorkumat sitt, en það hljóðar svo að loknum
inngangsorðum:
,,Slasaði var til meðferðar hjá .... augnlækni og var lagður í Sjúkra-
hús Hvítabandsins, þar sem hann lá frá slysdegi til 15. október 1966.
t vottorði .... [augnlæknis] til slysatrygginga Tryggingastofn-
unar ríkisins hinn 10. janúar 1967 segir, að um hafi verið að ræða vuln-
us perforans corn. dx. 1 þessu sama vottorði er sjón á hægra auga án