Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 5

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 5
3 ( sumar fór Guðlaug Richter, núverandi formaður IBBY á íslandi og fyrrverandi ritstjóri Barna og menningar, þess á leit við mig að ég tæki við ritstjórastarfinu af henni. Eftir dálitla umhugsun lét ég til leiðast að taka þetta ögrandi verkefni að mér og ég sé ekki eftir því. Það hefur verið einstaklega gaman að vinna að þessu blaði og ég vona að lesendur séu sáttir við útkomuna. Aðalpersóna þessa eintaks er hinn síungi Einar Áskell. Þann dreng, pabba hans og vini, er áreiðanlega óþarfi að kynna. Fyrsta bókin um Einar Áskel kom út árið 1972 en sú nýjasta kom út á liðnu vori í sjö löndum og á sjö tungumálum samtímis og er hún tuttugasta og fjórða bókin um þessa ástsælu sögupersónu. f þessu blaði eru fjórar greinar sem tengjast Einari Áskeli og bókunum um hann, auk viðtals við höfundinn Gunillu Bergström. Flöfundar greinanna nálgast viðfangsefnið úrýmsum áttum og rætt er um myndir og texta bókanna auk þess sem ein greinanna fjallar um viðbrögð sem bækurnar hafa fengið í Svíþjóð. Fasta liði er einnig að finna í blaðinu en nýmæli er grein um barnæskuna í Frakklandi. Markmið mitt er að birta í næstu blöðum greinar um daglegt líf barna víða um heim eftir íslendinga sem búa með börn í fjarlægum löndum. Margir kvíða skammdeginu og kvarta sáran yfir myrkri og illviðrum. En skammdegið er einmitt sá árstími þegar margir finna sér tíma til að setjast niður með bók og lesa fyrir sjálfa sig, börnin sín eða barnabörnin. Ég á mér margar uppáhaldspersónur úr bókmenntum. Þessar persónur hafa sumar hverjar fylgt mér frá barnæsku og lifa með mér líkt og gamlir og góðir vinir. Ég held að flestir bókaunnendur eigi sér slíka vini. Það er alltaf gaman að kynnast fólki og eignast nýja vini og það er líka alltaf spennandi að kynnast nýjum persónum sem rithöfundar hafa skapað handa okkur, nú eða endurnýja kynnin og forvitnast um persónur sem við höfum kannski ekki heyrt af lengi. í skammdeginu er líka upplagt að fara í leikhús og taka um stund þátt í gleði og sorgum leikinna persóna. Að sjá leikrit og að lesa með börnum skapar kærkomin tækifæri til að ræða við þau um flókin mál sem annars eru kannski síður rædd. Sem dæmi um barnabók sem býður upp á umræður um stór mál er nýjasta bókin um Einar Áskel, en þar er persóna sem neyðst hefur til að taka þátt í stríði. Leikritið Sitji guðs englar, sem skrifað er um í þessu blaði, býður líka svo sannarlega upp á umræður um mörg flókin svið tilverunnar. Ég vona að efni þessa blaðs höfði jafnt til tryggra lesenda Barna og menningar sem þeirra sem sjá nú blaðið í fyrsta sinn. Þórdís Gísladóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.