Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 13

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 13
Þetta er ...? 11 Fóstbræður Fjúk gengur yfir veginn og frostið eigrar um svefnvana eins og soltinn úlfur en hefur engan til að bíta nema mig og ég er hálfgerður Pappírs Pési. f kófinu sést móta fyrir Ijósum og bíll brunar út úr myrkrinu. Augu mín skella á framrúðunni eins og tvær snjóflygsur og ég er kominn inn. Bílinn er fullur af kulda, tónlist, myrkri og röddum. „Svona klukkutími," segir Viktor og teygir sig afturí til mín eftir flöskunni. „Guess so!" segir Mangi. „Taktu í stýrið meðan ég sýp." Vegstikurnar kasta frá sér silfurbjarma þegar við geysumst hjá. Við erum dúðaðir og látum flösku ganga á milli okkar. Annars hef ég hana milli fótanna. Mér detta í hug tvíræðar athugasemdir um stútinn en eftir það sem gerðist finnst mér það ekki við hæfi. Vínið þyngir á mér hausinn og djöfullegur kuldinn lætur mig efast um að nokkurn tímann hafi verið sumar. „Þetta skrambans ferðalag er eins og lífið," segir Viktor og mér finnst hann vera að herma eftir mér. „Við erum Ijós í eilífu myrkri sem dreymir um að vakna til nýs dags." „Ha, ha, ha, ha, þú ert orðinn fullur. Ég sem ætlaði að biðja þig um að taka stýrið," segir Mangi. ( myrkri og kulda líður manni eins og persónu í bók. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að reynsla höfundarins sé sönn eða hvort bækurnar hafi brenglað tilfinningu mína fyrir raunveruleikanum. ( Útvarpinu hljóðnar tónlistin og næturvörðurinn tilkynnir að nú verði sagðar fréttir. „Útvarp Reykjavík, klukkan er tólf. Nú verða sagðar fréttir. Fréttirnar les Arnar Þór Stefánsson. í fréttum er þetta helst. Lýst er eftir tveimur mönnum, Viktori og Manga. Þeir sáust síðast á þorrablóti f Reynisdal. Þeir eru ..." „Afhverju er ekki lýst eftir mér?" spyr ég. „Af því þú ert ekki til," segir Mangi. „Nú hef ég Viktor." Ég hef verið afskrifaður. Vitund mín fýkur með hvítri snjódrífunni út í myrkrið. Ég er ekki lengur fullur heldur orðin tóm. Höfundur er bókmenntafræðingur og rithöfundur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.