Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 37

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 37
IBBY fréttir 35 Aðalfundur IBBY - ný stjórn Þriðjudaginn 30. maí var aðalfundur IBBY haldinn á veitingahúsinu Lækjarbrekku að venju. Fráfarandi formaður flutti skýrslu um starfsemi ársins og gjaldkeri lagði fram ársreikning. Fyrir lá að nokkrar breytingar yrðu á verkaskiptingu innan stjórnar félagsins auk þess sem ritstjóri Barna og menningar hafði ákveðið að skipta um vettvang. Jónu Valborgu Árnadóttur voru þökkuð vel unnin störf í ritnefnd blaðsins en Þórdís Gísladóttir var boðin velkomin til starfa í ritnefndinni. Ný IBBY stjórn hóf vetrarstarfið 2006-2007 með fundi þann 7. september og voru lögð drög að föstum starfsliðum ásamt því að ný verkefni voru rædd. Skipti stjórnin með sér verkum sem hér segir: Guðlaug Ríchter, formaður, Iðunn Steinsdóttir, varaformaður, Sólveig Ebba Ólafsdóttir, gjaldkeri, Þorbjörg Karlsdóttir, ritari, Sigríður Matthíasdóttir norrænt samstarf, Anna Heiða Pálsdóttir, vefsíðustjóri. Ritnefnd: Þórdís Gísladóttir, ritstjóri, Brynja Baldursdóttir og Oddný S. Jónsdóttir. Sitji guðs englar á Súfistanum Bókakaffi var haldið á vegum IBBY á Súfistanum fimmtudagskvöldið 12. október. Á dagskrá var upplestur úr vinsælum þríleik Guðrúnar Helgadóttur um barnmarga fjölskyldu í litlurm firði á stríðsárunum. Ingibjörg Hafliðadóttir, bókavörður á Borgarbókasafninu, steig fyrst í pontu. Áður en hún hóf lesturinn sagði hún á minnistæðan og opinskáan hátt frá því hversu djúpstæð áhrif þessar bækur höfðu haft á hana þegar þær komu út. Næsti lesari var Þórdís Gísladóttir, ritstjóri, sem flutti stuttan inngang að sínum lestri um hinn horfna heim sem lýst er í bókunum. Honum hafði hún kynnst ofurlítið af eigin raun þegar hún ólst upp undir klausturveggnum í Hafnarfirði enda tengd Guðrúnu Helgadóttur fjölskylduböndum og kunnug fyrirmyndum sumra sögupersónanna. Þriðji lesarinn var Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri, sem valdi að lesa lokakaflann í Sitji guðs englar. Sagði hún kaflann vera svo vel skrifaðan og áhrifamikinn að hún hefði þurft að æfa sig nokkrum sinnum heima til að fá útrás fyrir tárin í einrúmi. Sigurður Skúlason, leikari, var síðasti lesari kvöldsins en hann leikur afann í uppfærslu Þjóðleikhússins á þessum verkum Guðrúnar. Sagði hann það skemmtilega tilhugsun að eiga eftir að stfga inn í hlutverk blinda og orðljóta mannsins með viðkvæma hjartað um ókomnar helgar. Súfistinn var þéttskipaður þetta kvöld og stemningin einstaklega Ijúf. Stjórnarskipti á heimsþingi IBBY samtakanna Nýr forseti IBBY, Patsy Aldana, sem kosin var á aðalfundi samtakanna á heimsþinginu í Macau í Kína í lok september, hefur sent út eins konar stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar. Patsy er bókaútgefandi í Kanada og gjörþekkir starfsemi IBBY enda hefur hún áður setið í stjórn samtakanna og starfað á þeirra vegum. Patsy Aldana sagði í ræðu sem hún hélt eftir stjórnarkjörið að staða IBBY væri að mörgu leyti sterkari en oft áður sem væri kaldhæðnislegt í Ijósi þess að einmitt á okkar tímum væri staða barna víðs vegar um heim verri en nokkru sinni frá stofnun IBBY. Mörg börn búa við ógnir styrjalda, t.d. í írak, Líbanon, Darfur, Afganistan og á Gaza, milljónir barna þjást af hungri og önnur búa við stjórnarfar þar sem grunnþarfir barna fyrir fæði, húsaskjól, öryggi og menntun eru vanræktar. Þetta ástand er alls ekki ásættanlegt fyrir IBBY enda samtökin á sínum tíma stofnuð á grundvelli hugsjóna Jellu Lepman sem vildi reyna að koma í veg fyrir að börn þyrftu aftur að þola hörmungar á borð við sfðari heimsstyrjöldina. IBBY getur lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að stuðla að því að hvert einasta barn í heiminum öðlist kunnáttu í lestri. Læs einstaklingur hefur fleiri tækifæri til að læra um heiminn og stöðu sína í honum og til þess að bæta lífsskilyrði sín og annarra. IBBY hyggst leggja sitt af mörkum með því að stofna sérstakan sjóð sem notaður verði til að koma börnum til aðstoðar sem búa á svæðum þar sem ríkir styrjaldarástand eða svæðum þar sem geisað hafa náttúruhamfarir. I kjölfar flóðbylgjunnar sem reið yfir lönd við Indlandshaf í desember 2004 sendi IBBY út ákall til landsfélaganna um að leggja fram fé til að koma systurfélögum á þessum svæðum til aðstoðar. Vel var brugðist við og sendi IBBY á íslandi m.a. dálitla fjárhæð. Fénu var varið í tvö verkefni sem voru unnin annars vegar á vegum IBBY á Indlandi og hins vegar í Taílandi. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnín nánar er bent á www.ibby. org. Það er m.a. vegna þess hve vel tókst til í þessu tilfelli sem IBBY hyggst stofna hinn nýja sjóð og verður á næstu mánuðum unnið að því að koma honum á fót. Haldið verður áfram með öll helstu verkefni IBBY eins og heimsþingin, H.C. Andersen verðlaunin, Heiðurslistann, Asahi verðlaunin og Dag barnabókarinnar. Sérstök áhersla verður lögð á að allir sem tilnefndir eru til H.C. Andersen verðlaunanna eigi

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.