Börn og menning - 01.09.2006, Page 11
Þetta er...?
Á fyrstu opnu bókarinnar Einar Áskett og
Mangi leynivinur standa feðgarnir Einar
Áskell og pabbi hans hlið við hiið. Einar
Áskell er lítill drengur með griðarstórt höfuð
a.m.k. miðað við pabba hans. Það má vera
að pabbinn sé einfaldlega höfuðsmár en
ég held samt ekki. Einar Áskell er stóreygur
og breiðleitur, ef mælt er þvert yfir andlit
hans, frá eyra til eyra, þá er fjarlægðin þar á
milli 3,8 sentimetrar. Ef pabbinn er mældur
á sama stað þá er fjarlægðin einungis 3,0
sentimetrar. Reyndar virðast höfuð þeirra
álíka stór en höfuð pabbans er eins og egg
sem stendur upp á endann, höfuð sonarins
er hins vegar eins og egg sem liggur á hlið.
Ég veit ekki af hverju en mig langar ekki til
að leggjast í rannsóknir á Einari Áskeli með
reglustiku að vopni. Reglustika er harður
húsbóndi og ég er hræddur um að hún sé
ekki endilega góður mælikvarði á það sem
raunverulega skiptir máli þegar Einar Áskell
er annars vegar. Mig langar í raun og veru
ekki til að skrifa um Einar Áskel eins og hann
er heldur miklu fremur eins og ég man hann.
Ekki vegna þess að ég haldi að minni mitt sé
óbrigðult heldur þvert á móti vegna þess að
mig rennir grun í að minni mitt sé í besta falli
brigðult en í versta falli svikult.
Ég held það hafi ekki verið hinu gríðarstóra
höfði um að kenna en í mínum huga var
Einar Áskell aldrei hetja, a.m.k. ekki í
sama skilningi og Emil í Kattholti eða Lína
langsokkur. Þegar þau voru annars vegar
átti rmaður til að bregða á leik í hlutverkum
þeirra. Maður gat vel hugsað sér að vera Lina
langsokkur um stund, jafnvel þó hún væri
stelpa - sterkasta stelpa í heimi vel að merkja.
Ég man aldrei eftir að hafa leikið Einar Áskel
eða ímyndað mér að ég væri hann en ég
man eftir að hafa haft samúð með honum,
einkum vegna þess að hann var alltaf í
grófum peysum, prjónuðum úr því sem hét
á mínu heimili „stinguprjónagarn". Mikið
hlýtur vesalings Einari Áskeli að klæja um
kroppinn undan þessum peysum, hugsaði ég.
Samúðin með Einari Áskeli náði hins vegar
ekki til málstaðar hans, það var eitthvað við
Einar Áskel sem gerði það að verkum að ég
tók ekki afstöðu með honum. Þegar hann
þráaðist við að fara að sofa þá finnst mér eins
og maður hafi tekið undir með pabbanum í
huganum: „Æ, farðu nú að sofa strákur!"
Einar Áskell var svo breyskur að manni fannst
maður geta haft skoðanir á uppeldi hans.
Kannski hefur það verið úthugsuð pedagógík
höfundarins, Guniliu Bergström, að búa til
litla kennslufræðinga eða siðameistara úr
lesendum Einars Áskels.
En kannski þarf mest hugrekki til að
horfast í augu við hina raunverulegu ástæðu
fyrir því að ég get ekki litið á Einar Áskel sem
hetju. Hún er sú að ég hafi einfaldlega átt of
margt sameiginlegt með honum til að geta
leikið hann. Mig minnir t.d. að mér hafi leiðst
að fljúgast á.
Þar sem eldspýtur eru öruggar
Á myndinni sem minnst var á í upphafi horfir
Einar Áskell biðjandi á pabba sinn sem hrærir
í potti. Á borðinu við hlið eldavélarinnar er
pípa og stokkur með Three star eldspýtum
sem framleiddar hafa verið í Jönköping
Westra verksmiðjunni í Svíþjóð í meira en
120 ár. Stokkarnir hafa lítið breyst í öll þau
ár sem spýturnar hafa verið framleiddar en
þegar ég hugsa um umbúðir utan um aðrar
vörur sem ég tengi æsku minni þá eru þær
flestar breyttar; prins polo er ekki lengur í
bréfi, Wrigleys tyggjóplötur eru hættar að
fást og Hubba Bubba var hugsanlega bannað
um eða eftir Chernobyl-slysið. Prins polo er
kannski af sama heimi og Einar Áskell en það
eru Wrigleys og Hubba Bubba ekki. Þegar ég
virði þá feðga fyrir mér í dag þá finnst mér
sem ég sjái veröld sem var. Bækurnar um
Einar Áskel varðveita með ákveðnum hætti
drauminn um skandinavíska velferðarríkið.
Heim þar sem eldspýtur eru öruggar, að
minnsta kosti í orði kveðnu. Persónurnar
ferðast í strætó, klæðast fótlaga skóm,
borða brauð með spægipylsu og það sem
er kannski mest um vert; bækurnar bregða
upp mynd af fullorðnum karlmanni sem
sinnir daglegum heimilisstörfum og veitir
syni sínum umhyggju og hlýju. Pabbinn er
þrátt fyrir þetta ekki upphafin helgimynd
eins og fullorðið fólk er gjarna í barnabókum,
stundum gengur hann svo nærri sjálfum sér
við uppeldið að hann lognast hreinlega út af
á undan syni sínum. í öðrum tilvikum langar
hann frekar að lesa blaðið en taka þátt í
ævintýrum sonarsíns: „Mjamm," segir pabbi
upp úr blaðinu „En láttu sögina vera!"
Pabbi Einars Áskels naut sérstakrar virðingar
hjá mér. Ekki síst vegna þess að hann reykti
pípu en það gerðu allir málsmetandi menn
að mínu viti þegar ég var lítill. Kannski vegna
þess að pípureyk og pípureykingamönnum
fylgir framandi og róandi andrúmsloft. Það
er engin athöfn eins róandi og virðuleg að
sjá eins og maður að hreinsa og troða í pípu
í góðu tómi. Pabbi Einars Áskels lítur út fyrir