Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 23

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 23
Háski og hundakjöt 21 Brynja Baldursdóttir T?Æ<i,iarH»l«8n»son , Sagan segir frá Aroni, unglingspiiti sem áhuga hefur á fótbolta og dreymir um glæsta framtíð í íþróttinni. Hann er snarlega vakinn af þeim draumi því faðir hans, búsettur erlendis, ■*. býður honum í tveggja vikna ferð til Kína. Þar með hefst skemmtileg og á köflum spennandi saga um ævintýralega ferð þeirra feðga þar sem Aron upplifir kringumstæður sem ekki eru á hvers manns þúfu. Aron hittir föður sinn í London og þaðan fljúga þeir til Hong Kong. Faðirinn þarf að sinna fundarstörfum svo Aron er einn að skoða sig um. Hann kemst í hann krappan þar sem hann villist í stórborginni en vingjarnlegur maður hjálpar honum aftur til síns heima, þ.e. á hótelið. Þá liggur leið þeirra feðga, ásamt viðskiptafélaga föðurins, lengra inn í landið þar sem þeir kynnast raunverulegu Kína. Fáir tala ensku og umhverfi, matur og fólk er nýstárlegt í augum (slendingsins Arons. Þarna lærir Aron að borða með prjónum, fræðist um siði og venjur Kínverja og kynnist heilli fjölskyldu, ásamt því að lenda í ýmsum ævintýrum. Ekki má fara nánar út í þá sálma til að eyðileggja ekki fyrir tilvonandi lesendum. Sjónarhorn sögumanns í byrjun sögunnar heldur sögumaður sig fast við Aron og sér einungis í huga hans. Þessi frásagnaraðferð er algeng í barna- og unglingasögum og gerir lesanda nánari aðalpersónunni því hann fær að fylgjast með öllum hugsunum hennar og gjörðum. En svo er eins og höfundur losi um og Háski og hundakjöt eftir Héðin Svarfdal Björnsson. gefi sögumanni meiri völd, lætur hann sjá í huga fleiri persóna, t.d. fær lesandi innsýn í huga enskrar konu sem Aron hittir í London: „Hún rétti honum fat með hrúgu af steiktu beikoni og hætti að hafa áhyggjur af því að drengurinn færi burt svangur." (37). Þessi aðferð veikir frásögnina, lesandi þarf ekki að vita hvað fólk, sem Aron hefur samskipti við, hugsar. Sögumaður með takmarkaða yfirsýn virkar betur í slíkum sögum. Aron hefði orðið sterkari persónuleiki ef hann hefði fengið tækifæri til að ráða í svipbrigði manna og túlka þau. Texti bókarinnar Háski og hundakjöt er fyrsta bók Héðins Svarfdals Björnssonar. Hún er lipurlega skrifuð á góðu máli með hæfilegri blöndu af slettum og slangri sem ætti að gleðja þá lesendur sem hún er ætluð. Til að ná fram meiri hreyfingu notar höfundur oft líflegar sagnir, t.d. „Aron reif af sér teppið ...", „Kalli sparkaði af sér skónum og strunsaði inn í herbergið ..." og eitt dæmi í viðbót „Aron stökk á fætur ... skellti sér í föt og hljóp niður...". Þetta eru aðeins örfá dæmi um notkun slíkra sagna. Nokkuð áberandi er ofnotkun á sömu sögnunum. Sögnin að skella kemur fyrir aftur og aftur og virkar það svolítið einhæft á lesandann. Persónur sögunnar Aron er táningur, fjórtán - fimmtán ára gamall. Lesandi fær nokkuð góða innsýn í hugarheim hans og áhugamál. Hann býr hjá móður sinni og yngri systur. Móðirin er afar fjarlæg og systirin litla líka. Þær koma einungis fyrir fremst og aftast í sögunni. Yfirleitt reynir höfundur að ná utan um persónur sínar en oft lætur hann nægja að gefa þeim orðið og það er bara ekki alltaf nóg. Aron kynnist stúlku í Kína, Ling að nafni. Hún kemur fyrir sjónir lesanda sem sæt stelpa sem Aron er pínu hrifinn af og hún virðist hafa auga fyrir honum líka. En hún er svo þokukennd að erfitt er að ná til hennar. Pabbi Arons, Hjörtur, er líka frekar óljós persóna og ekki er hægt að sjá að hann sé mjög ábyrgur faðir, jafnvel þótt hann bjóði drengnum sínum til Kína. Hann lætur Sölku, dóttur sína, alveg fram hjá sér fara. Hjörtur er á sffelldri ferð inn og út úr sögunni og nemur sjaldan nógu lengi staðar til að lesandi geti kynnst honum að ráði. Aðrar persónur koma og fara og eiga sinn þátt í að gera söguna skemmtilega. í lokin Fallegar Ijósmyndir frá Kína prýða kápu bókarinnar, bæði aftan og framan. Mikil dýpt er í mynd framan á kápu og líflegir litir sem eflaust kveikja löngun einhverra til að lesa. Á kápu má sjá undirtitil sögunnar ... á vit kínverskra ævintýra. í heild má segja að höfundi hafi tekist vel upp í frumraun sinni. Vonandi heldur Héðinn ótrauður áfram að skrifa. Ein spurning í lokin: Hvað var í pakkanum sem pabbi Arons, Hjörtur, fékk frá foreldrum kínversku stúlkunnar Ling? Höfundur er framhaldsskólakennari og í ritnefnd Barna og menningar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.