Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 36

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 36
34 Börn og menning til að hlúa betur að þessum spennandi markhópisem börnin eru. Barnið sem neytandi og áhugavert skotmark markaðsgúrúanna hefur í það minnsta þróast mikið undanfarin ár hérna í Frakklandi. Þetta sést vel á auknum fjölda leikfangaverslana í París. Stóru vöruhúsin eru með heilu hæðirnar af barnafötum og leikföngum, sem áður fengu mun minna pláss í þessum hofum tískunnar. Keðjur sem áður voru eingöngu langt úti í úthverfum eru komnar með stórar verslanir í París og hér úir og grúir af smáum leikfangabúðum sem selja dýrar og vandaðar vörur. Þær virðast blómstra, enda þykir bæði smart og sjálfsagt að huga að slíkum málum og sífellt fleiri samþykkja að greiða meira ef það stuðlar að bættum heimi. Leikhús ætlað börnum er einnig blómstrandi atvinnugrein. Söfnin eru flest með barnaleiðsögn og ýmsar uppákomur og námskeið fyrir börn, einkum á miðvikudögum og í skólafríunum. Það er að sjálfsögðu mjög mísmunandi er eftir heimilum hvort börnin fá að njóta þessa spennandi framboðs leikrita og listasýninga, vitanlega eru margir foreldrar of þreyttir, of fátækir eða of sinnulausir til að standa í því að taka börnin sín í skemmtiferðir um helgar. Hins vegar eru skólarnir líka duglegir við að fara með börnin á sýningar og söfn og margar leiksýninganna eru farandsýningar sem koma í skólana. Að lokum Ég nefndi í upphafi að ekki væri sérlega mikill munur á Frakklandi og (slandi ef horft er til daglegs lífs og aðstæðna barna í löndunum. Munurinn felst kannski helst í stéttaskiptingu og fjölbreyttum uppruna. Þetta eru einmitt þættir sem eru farnir að setja sterkan svip á íslenskt þjóðfélag. Sem árlegum gesti á íslandi, finnst mér það gerast hratt og örugglega. Frakkland er með frekar sterkt félagslegt kerfi, líkt og Norðurlöndin, og hér þykir sjálfsagt að standa vörð um gildi á borð við jafnrétti til náms. Mér þykir því ekki fjarri lagi að leggja til að þau sem standa að skipulagi skólamála á íslandi rýni vel í franska kerfið, skoðí hvað hefur breyst og hvers vegna. Þannig gætu íslendingar tekið betur á þeim spurningum sem hljóta að vakna í breyttu þjóðfélagi, lært af reynslu þjóðar sem hefur glímt við sömu hræringar fyrr og þannig er kannski hægt að koma í veg fyrir að mistök verði gerð. En spurningin er þó eilíf: Er mögulegt að læra af reynslu annarra? Höfundur er sjálfstætt starfandi leiðsögumaður í París og rekur vefsíðuna www.parisardaman.com

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.