Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 16

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 16
14 Börn og menning Þorgerður E. Sigurðardóttir Einar Áskell í mynd Gunilla Bergström er höfundur bókanna um Einar Áskel í víðasta skilningi þar sem hún er bæði höfundur texta og mynda. Það virðist algengasta formið í barnabókum að höfundur texta og mynda sé ekki sá sami, að baki þessarar staðhæfingar liggja að vísu ekki vísindalegar niðurstöður heldur miklu fremur óljós tilfinning. Sú hefð virðist hafa skapast að líta á höfund textans sem „höfundinn" og höfund mynda sem myndskreyti, myndir í myndabókum fyrir börn eru þannig i margra augum einungis skraut sem vissutega gæðir söguna lífi en er þó öðru fremur í einhverskonar stuðningshlutverki. Það vill oft gleymast að myndir eru merkingarbærar sem slíkar og heildarmerkingin eða öllu heldur merkingarmöguleikarnir byggjast á því að texti og myndir séu á einhvern hátt lesin sem ein heild. Einn höfundur heilsteyptara verk? Nú hefði maður kannski haldið að bækur sem eru heildarverk eins höfundar séu á einhvern hátt heilsteyptari en bækur sem fleiri en einn höfundur kemur að en sú er ekki endilega raunin. Það má til dæmis sjá ákveðna togstreitu milli texta og mynda í bókunum um Einar Áskel en textinn virðist ráða því nokkuð hvernig lesendur skynja eðli bókanna. Sú hugmynd virðist vera ríkjandi að bækurnar um Einar Áskel byggist á félagslegu raunsæi og er það í sjálfu sér ekki undarlegt ef efni bókanna er haft í huga. Bækurnar fjalla um ýmislegt missmálegt sem gerist í lífi Einars Áskels, hann vill ekki fara að sofa og á stundum erfitt með að einbeita sér að hlutum sem eru mikilvægir í augum hinna fullorðnu. Hann þarf að takast á við ýmislegt sem lesendur hans kannast án efa við, hann fer til dæmis að rífast útaf smámunum við vini sína og leiðist þegar jólin eru búin. Aðstæður hans eru í anda félagslegra breiðholtsbókmennta, hann býr hjá pabba sínum sem virðist sinna honum nokkurn veginn alfarið en það er aldrei minnst á mömmu. Einar Áskell á líka vini af báðum kynjum og leíkur sér bæði að dúkkum og bílum. Bein samfélagsleg vandamál koma ekki mikið við sögu en þó er nýjasta bókin Einar Áskell og stríðspabbinn undantekning

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.