Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 32

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 32
30 Börn og menning Kristín Jónsdóttir Barnæskan í Frakklandi Síðan ég flutti til Parísar fyrir allmörgum árum hef ég sleitulaust stundað samanburð á Frökkum og Frakklandi við föðurland mitt ísland og íbúa þess. Þessar tvær þjóðir eru vitanlega ekki mjög ólíkar, báðar vestrænar og velmegandi Evrópuþjóðir með svipað stjórnskipulag, lýðræði, forseta og þing. í Frakklandi hefur kvenréttindabaráttan náð ágætis hljómgrunni, og þó stundum virðist ísland vera framar Frökkunum, t.d. með kjöri Vigdísar í forsetaembættið, held ég að ef farið væri vandlega ofan I saumana á viðhorfiþjóðanna tveggja tilþeirrarbaráttu, og á kjörum kvenna I löndunum tveimur, sé munurinn varla mikill. Nægir að nefna að nú er allt útlit fyrir að kona verði I fremstu víglínu sósíalista fyrir forsetakosningarnar næsta vor. Hið sama gildir um viðhorftil fjölskyldunnar. Þó að I Frakklandi viðgangist vissulega að fólk á uppleið vinni langa og stranga vinnudaga, sem gera daglegt líf með börnunum nánast ókleift, hafa stjórnvöld reynt að berjast gegn þessari þróun, t.d. með styttingu á vinnuviku, sem skilar sér I fleiri frídögum. Er þá kannski enginn munur á þessum tveimur löndum og samanburður því ekki til neins? Jú, í fyrsta lagi eru það þessar náttúrulegu aðstæður sem gera ísland afar ólíkt flestum löndum Evrópu, og skapa íslendingum þessa margumtöluðu sérstöðu sem felst í einangrun (landfræði- og tungumálalegri) en þó aðallega í smæðinni. Fámennið breytir öllu skipulagi töluvert. ( öðru lagi má ekki heldur gleyma því að saga landanna og bakgrunnur er mjög ólíkur, íslenska bændasamfélagið frá þvf fyrir iðnbyltinguna átti fátt sameiginlegt með konungsveldinu Frakklandí sem lagði grunninn að stéttaskiptingunni sem ríkir hér í dag, ásamt því að nýlendustefnunni fylgdi mikill fjöldi innflytjenda sem hafa fest rætur hér og gera Frakkland mun fjölmenningarlegra þjóðfélag. Stutt fæðingarorlof Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að átta mig á því hvort launakjör Frakka séu að meðaltali verri eða betri en launakjör íslendinga. Enn erfiðara er það eftir að evran var tekin í notkun, því verðlag hefur snarhækkað og brenglast. Seljendur notfærðu sér vitanlega villu okkar neytenda og hækkuðu smáu hlutina mikið á meðan hið stóra og dýra heldur nokkurn veginn sama verði, enda telja allir Frakkar ennþá stórar upphæðir í frönkum og sumir jafnvel í gömlu frönkunum sem giltu fram að því að tvö núll voru tekin af árið 1960! Hitt er þó öruggt að atvinnuleysið er mikið hérna og því erfitt fyrir mæður að fara af vinnumarkaði lengur en fæðingarorlofið leyfir, þ.e. í þrjá mánuði. Flestar konur byrja því að vinna strax þá, sumar ná að nurla saman sumarfríum og öðru slíku og hala þetta upp í 5-6 mánuði. Feður fá tvær vikur í fæðingarorlof og allir sem ég þekki hafa tekið þær á sama tíma og móðirin, við fæðingu barnsins. Ég þekki engan útivinnandi karl sem hefur tekið sér frí til að sjá um barnið sitt en ég er þó sannfærð um að dæmi séu til um slíkt hér eins og annars staðar. Það er ekki hægt að segja að kerfið, hvorkí ríkið né sveitarfélög, anni því að taka við börnunum svona snemma. Langflestir foreldrar þurfa að ráða barnfóstru heim eða finna dagmömmu, sem er mun dýrari kostur. Með herkjum og frekju eða fyrir hundaheppni, hefur sumum tekist að koma barni að á dagvistarstofnun fyrir 9 mánaða aldur, en sjaldan komast þau að fyrr en um 18 mánaða. Þá komast þau að í créche sem þýðir einfaldlega vöggustofa og tekur á móti börnum allan daginn, alla vinnuvikuna, eða í eina af fjölmörgum tegundum af móttöku sem kallast ýmsum nöfnum s.s. halte-jeux eða halte-garderie sem er yfirleitt ekki full gæsla og stundum allt niður í tvo hálfa daga á viku. í París er óvanalegt að geta látið ömmur og afa eða aðra ættingja passa börnin. Fæstir eru fæddir hér og uppaldir og foreldrarnir oft

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.