Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 35

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 35
Barnæskan ( Frakklandi 33 ekki nógu þroskuð til að gera sér grein fyrir öllum hættum, bæði umferðarinnar og t.d. barnaræningjaógninni. Hún leyfði henni samt að fá lykil og fara einni heim frá 12 ára aldri, aðallega vegna þess að öll hin börnin máttu það. Þetta er þó líklega öfgakennt dæmi. Grunnskólakennari sagði mér að börnin væru látin bíða hjá starfsfólki skólanna eftir að vera sótt, til um 8 ára aldurs. Eftir það mega þau fara sjálf út á gangstétt en þó kemur oftast einhver að sækja þau til a.m.k. 10 ára aldurs. Þetta er þó afar misjafnt eftir svæðum, í „fínni" hverfum er meiri gæsla, í „erfiðari" hverfum eru dæmi um að börn séu látin fara heim of ung að mati skólayfirvalda, sem geta þó lítið gert í því annað en að koma athugasemdum á framfæri við foreldrana. Engin skýr lög eru til um þetta. Það er ómetanlegt hvað börnin geta snemma farið út á íslandi og verið örugg. íslendingar sem komu hingað til Frakklands með 5 og 9 ára stelpur, fundu mjög sterkt fyrir þessari frelsisskerðingu, sem kom bæði niður á börnunum og þeim sjálfum. Sífellt þarf að hafa ofan af fyrir börnunum og auðvitað verður að viðra þau daglega en þar koma almenningsgarðarnir að góðum notum fyrir fólk sem býr í blokkarhverfum, eins og París er svo til öll. Garðarnir eru fjölmargir og oft búnir góðum leiktækjum og sandkössum, sem fyllast af börnum eftir hálffimm á daginn og eru stundum yfirfullir á góðviðrisdögum um helgar. í þessum garðferðum geta myndast góð tengsl milli foreldra og/eða barnfóstra, oft skapast umræður um mál tengd börnunum, uppeldinu eða skólanum og getur þetta stundum jafnast á við fínustu stuðningshópa. Það skal játað að undirrituð getur stundum orðið þreytt á frönskum foreldrum sem skipta sér ívið mikið af sumum hlutum. Einn af göllum þeirra er sá að þeir eiga það til að vera einum of verndandi, hafa sífelldar áhyggjur af klifri barnanna og skoppi og setningin „tu vastomber!" eða „þú dettur!" sem er sögð næstum í skipunartón til að fá börnin ofan af einhverjum klifrugangi, getur farið f mínar fínustu taugar. Ég hef nokkrum sinnum lent í því að fólk hefur sent mér illt auga, þegar það sér drenginn klifrandi aleinan upp í stórri rennibraut eða þegar dóttirin hangir öfug í köðlum metra yfir jörðu. Þeim virðist finnast sem óhæf móðir sitji þarna á bekk og láti sem hún sjái ekki börnin sín í stórhættu. Ég á stundum erfitt með að sannfæra fólk um að börnin mín séu fullfær um að gera hlutina sjálf. Oft finnst mér ég eiga mun meira sameiginlegt með afrískum mæðrum, sem eru yfirleitt mun rólegri yfir leik og tilraunum barna sinna og sleppa af þeim höndinni án þess að vera sífellt að kalla á þau að passa sig. Nefna má að Lína Langsokkur var gefin út hér í fyrsta sinn f réttri þýðingu fyrir skömmu. Fram að því hafði hún verið ritskoðuð heilmikið og ekki höfð jafn villt og hún er frá hendi höfundarins. Hin franska Lína átti móður og bjó ekki ein, hún gat ekki ferðast án fylgdar og rataði líklega ekki nema f örlítinn hluta af öllum sínum ævintýrum. Menning og listir Eins og fyrr sagði eru skólabörn í Frakklandi 12 milljónir. Þessi fjöldi setur mark sitt á landslag franskrar barnamenningar. Gefið er út, f viðbót við hið venjulega afþreyingarefni fyrir börn, ógrynni mjög sérhæfðra bóka og má nefna sögulegar bækur um miðaldir, konungana, víkingana, bækur um listir og menningu, t.d. rakst ég á sögu Bítlanna fyrir börn frá 8 ára aldri og svona mætti lengi áfram telja. Fyrir yngsta lesendahópinn eru gefnar út vandaðar bækur um bíla, flugvélar og önnur tækniundur sem og mjög listrænar og jafnvel súrrealískar sögubækur. Ég sakna þessa í íslensku bókaflórunni, sem virðist dálítið einhæf þrátt fyrir nokkrar spennandi undantekningar. Þegar ég villist inn í barnabókabúð hér í París, getur tíminn flogið frá mér og fullt af bókunum langar mig ekki eingöngu að kaupa fyrir börnin mín, heldur líka fyrir sjálfa mig. Ég get því miður ekki sagt að skúmaskotið í kjallara Máls og menningar sem hýsti barnabókadeildina þeirra þegar ég átti leið um Reykjavík síðast hafi haldið mér jafnfanginni. Þó að vitanlega hlýni manni um hjartaræturnar að sjá þarna í hundruðustu endurútgáfu bækur um græna hatta, svartar kisur og bláar könnur, er ekki laust við að maður spyrji sig nú samt hvort börnin okkar eigi ekki skilið að fá að fylgja örlítið betur breyttum tímum og hvort virkilega sé ekki ástæða og áhugi hjá bókaútgefendum

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.