Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 7

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 7
Það eru forréttindí að hafa skopskyn 5 viðtalið Það eru forréttindi að hafa skopskyn Viðtal Þórdísar Gísladóttur við Gunillu Bergström Gunilla Bergström fæddist í Gautaborg árið 1942. Hún tauk prófi í biaðamennsku 1966 og starfaði sem blaðamaður um árabil. Fyrsta bók hennar, „Mias pappa flyttar" kom út 1971 en fyrsta bókin um Einar Áskel kom ári siðar og fljótlega var farið að gefa bækurnar um hann út á íslensku. Hver barnabókin eftir Gunillu Bergström hefur síðan rekið aðra og eru bækurnar nú orðnar hátt í fjörutiu. Nýjasta bókin um Einar Áskel, Einar Áskell og striðspabbinn kom út samtimis á sjö tungumálum vorið 2006. Bækur Gunillu Bergström hafa notið gifurlegra vinsælda og höfundurinn hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Þegar sænsk bókasöfn birtu lista yfir flest útlán barnabóka síðasta ár voru 9 af bókunum sem voru meðal 25 efstu um Einar Áskel. í bókunum um Einar Áskel er tekist á við sígildar tilvistarspurningar i bland við hversdagslega atburði og sögurnar eru timalausar. í október 2006 átti ritstjóri Barna og menningar eftirfarandi viðtal við Gunillu Bergström. Ég byrja á að spyrja hvers vegna Gunilla hafi hætt blaðamennsku og snúið sér alfarið að því að skrifa bækur fyrir börn. - Þetta voru mörg skref. Fyrstu bækurnar skrifaði ég þegar ég var ennþá starfandi sem blaðamaður en það sem gerði útslagið og fékk mig til að hætta blaðamennsku var að árið 1976 var mér úthlutaður styrkur til fimm ára frá sænska rithöfundasambandinu. Þá þorði ég að stíga skrefið til fulls og gerast rithöfundur í fullu starfi. Á þessum tíma hentaði það vel að vera heimavinnandi, börnin voru lítil og þetta var afar kærkomið tækifæri. Myndskreytingarnar í bókum Gunillu eru listaverk sem hafa undanfarin ár verið sýndar á sérstökum sýningum hér og þar um heiminn. Ég spyr hana hvort henni finnist skemmtilegra að búa til þessi skondnu samklipp eða hvort hún hafi meira gaman af að semja sögurnar. Lítur hún fremur á sjálfa sig sem myndlistarkonu eða rithöfund eða er þetta í jafnvægi? - Þetta hangir á sömu spýtunni. Ég get ómögulega skipt þessu algerlega í tvennt, en vissulega finnst mér gaman að undanfarið hafa myndirnar fengið meiri athygli en áður. Ég starfa þannig að á meðan ég er að hugsa upp söguna sem ég hana í huganum og punkta hjá mér, samtímis sé ég myndirnar fyrir mér. Ég játa því þó að mér finnst eiginlega skemmtilegra að búa til myndirnar. Einar Áskell hefur náð sérstakri stöðu meðal sænskra barnabóka og nú er meira að segja doktorsnemi við listfræðideild

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.