Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 17

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 17
Einar Áskell ( mynd 15 I'inar Áskell vcrðnr aO linna lykilinn. Hann llýtir sér upp í kofann til að leita. Hann gáir alls staðar. Uppi í trcnu. I pökkum og dósum. Niðri á túninu. En hvernig sem hann leitar finnur hann ekki lykilinn. þar á, en þar er fjallað á beinskeyttan hátt um afleiðingar stríðs og kveður við nokkurn annan tón en í fyrri bókunum. En þegar á heildina er litið eru sögurnar af Einari Áskeli hversdagsleg ævintýri sem fela alltaf í sér einhverskonar boðskap til þeirra sem lesa þó að boðskapurinn sé sjaldnast yfírþyrmandi á kostnað skemmtigildis eins og stundum vill verða. Sögurnar eru hreinar og beinar, frásögnin oftast línuleg, lítið um endurlit og flakk í tíma og textinn skýr. Myndirnar eru auðvitað órjúfanlegur hluti af heildinni en það má samt segja að það sé forvitnilegt misræmi milli texta og mynda. Myndirnar eru alls ekki einhverskonar eftirlíking af lífinu heldur er greinilega um tilbúinn veruleika að ræða. Þar kemur ekki síst til framsetningaraðferðin sem byggist á klippimyndatækni. Með klippimyndatækni er einhver hlutur tekinn í sundur og settur saman aftur í nýrri mynd, nýr hlutur er búinn til úr hinum gamla. Núorðið er nokkuð algengt að myndlistarmenn beiti aðferðum klippimyndatækninnar en hana má þó aðeins rekja til upphafs tuttugustu aldarinnar og þá þótti hún mikið nýnæmi, algerlega ný aðferð til tjáningar fyrir myndlistarmenn. Kúbistar og súrrelistar notuðu þessa aðferð til dæmis mikið til að tjá sig um heim í upplausn en þessar stefnur verða seint kenndar við raunsæi og auðtúlkanlegt samhengi, að minnsta kosti ekki í neinum hefðbundnum skilningi. Heimssýnin var miklu fremur framúrstefnuleg og brotakennd. Raunsæi og áþreifanleiki Teikningarnar í bókunum um Einar Áskel eru frekar einfaldar útlínuteikningar, litirnir eru skærir og oft afgerandi en þeir eru hinsvegar notaðir sparlega, sérstaklega í seinni bókunum. ( sumum teikningum eru litir notaðir til að skapa nálægð og fjarlægð, persónur í fjarlægð eru oft ekki í lit en Einar Áskell og vinir eða fjölskyldumeðlimir sem eru í forgrunni hverju sinni eru í lit. Myndirnar eru einhvern veginn loftkenndar og tvívíðar en oftast mjög skýrar eins og lesendur kannast eflaust við. Inn í þennan hreina myndheim er skeytt margskonar úrklippum af Ijósmyndum, teikningum, mynstrum og áferðum svo eitthvað sé nefnt en þó verður klippitæknin sjaldnast yfirgnæfandi. Tilfinningin er þó oft sú að það sé búið að klippa heiminn í sundur og raða honum aftur saman í þágu myndheímsins í bókunum. Oft má reyndar túlka þetta bókstaflega þar sem byggingarefni ýmiskonar sem kemur við sögu í myndunum er iðulega myndað á þennan hátt, spýtur sem verið er að byggja úr eru Ijósmyndir af alvöru spýtum, efnið í gardínum er Ijósmynd af alvöru efni o.s.frv. Að þessu leyti má tengja myndheiminn við raunsæi eða kannski öllu heldur við áþreifanleika, hér kemst lesandinn í návígi við áferðir heimsins sem hann kannast við af eigin raun. Veröldina í bókunum um Einar Áskel má þannig túlka sem áþreifanlega endurgerð af einhverju tagi, samansafn af kunnuglegum hlutum sem mynda nýja heild. í þessum heimi eru engir skuggar, það er að segja í þeim skilningi að ekki er gerð nein tilraun til að búa til þrívídd með Ijósi og skuggum. Hér er Ijósið gulur litur og myrkrið er Ijósblátt og gagnsætt. Reyndar er áhersla mikil á gula og bláa tóna í bókunum um Einar Áskel og kemur þar líklegast ekki til ást höfundarins á litum sænska þjóðfánans, það er líklegra að þessar litaáherslur séu notaðar til að leggja áherslu á andstæður á einfaldan hátt, hlýtt og kalt, Ijós og myrkur og þannig mætti áfram telja. Hér notar höfundurinn einfaldar táknhugmyndir sem börn eiga væntanlega auðvelt með að tileinka sér.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.