Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 34

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 34
32 Börn og menning Skólanum er stjórnað af myndugleik, góð stemning er á meðal starfsfólksins og gagnvart foreldrum og börnum mínum líður mjög vel þarna. Maturinn f hádeginu er til fyrirmyndar, forrétturinn er rifið grænmeti, svo kemur heit máltíð, á eftir því ostur eða jógúrt og síðast ávöxtur. Það hefur verið mikil vakning hérna með að hlúa að næringu barnanna og svo sem ekki fjarri lagi að alhæfa um að Frakkar eru jú gúrmetþjóð og vílja vitanlega aðeins það besta fyrir síg og börnin sín. Bekkirnir eru tiltölulega stórir, sonur minn 3ja ára er í 26 barna bekk. Hann er með einn faglærðan kennara sem hefur aðstoðarkonu innan handar. Til samanburðar má nefna að á íslandi má einn starfsmaður ekki vera með fleiri en 6-7 3ja ára börn f sinni umsjá, samkvæmt upplýsíngum frá Reykjavíkurborg. Aðstoðarfólk (atsem) er í öllum skólum í Frakklandi, en þetta fólk er á vegum bæjarfélaga (ekki ríkisstarfsmenn) og mismunandí hvort börn eru alltaf í sama bekknum eða hvort þau flakka milli 2ja til 3ja bekkja yfir daginn. Við getum því talist heppin að hafa aðstoðarmanneákju fyrir hvern bekk. Skólaskylda frá 6 ára Skólaskyldan hefst ( 6 ára bekk í école élementaire, grunnskólanum. Ekki er mikil breyting frá leikskólanum, bekkjarkennari sér um alla kennslu, dagarnir eru jafn langir og enn er frí á miðvikudögum. Enda eru þessi tvö skólastig sett saman undir einn hatt, école primaire. Námsefnið þyngist vitanlega og heímavinna kemur til sögunnar. Hún er umdeild líkt og á íslandi, mörgum þykir skóladagurinn langum og vilja geta eytt tímanum með barninu í annað en lærdóm, meðan aðrir foreldrar njóta þess að setjast niður og aðstoða við námið og finnst þeir fylgjast betur með barninu. Fyrir þá allra hörðustu er gefið út óendanlega mikið af aukanámsefniafýmsumtoga,spurningaleikir, stærðfræðiþrautir, landafræðileikir og fleira í þeim dúr sem tengist námsefni hvers árgangs. 11-15 ára Þegarfrönskbörneru 11 ára hefstmíðskólinn, collége, og þá byrjar alvara lífsins. Sagt er að þetta sé eitt af erfiðustu skrefunum sem börnin taka á skólaferlinum. Þau hætta að vera elstu nemendurnir í grunnskóla og eru eins og smábörn miðað við elsta árganginn í nýja skólanum því gífurlegur munur er á þroska 11 og 15 ára krakka. Hverfaskiptingin er ekki sú sama og í grunnskóla og því fara ekki allir krakkarnir úr garmla skólanum saman í miðskóla. Þau byrja því í nýjum bekk með nýjum andlitum, jafnvel þó þau búi enn á sama stað. Þetta getur því verið mjög viðkvæmur tímapunktur. Nú er hvert fag kennt af sérhæfðum kennara, sem oft eru einnig mennta- skólakennarar. Farið er dýpra í efnið og meiri kröfur gerðar um námsárangur, nú eru þau börn hiklaust felld, sem ekki teljast uppfylla sett markmið. Og vikan lengist, í miðskóla er kennt fyrir hádegi á miðvikudögum líka. 15-18 ÁRA Eftir miðskólann lýkur skólaskyldunni og þá tekur við sérhæfðara framhaldsnám. Valið stendur milli lycée professionnelle, iðnskóla, eða „venjulegs" menntaskóla, lycée. Þetta kerfi er mjög svipað og á íslandi, iðnskólinn skiptir náminu í bóklegt og verklegt og í menntaskólunum er fyrsta árið almennt en svo skiptist það í þrjár deildir: bókmenntadeild, hag- og félagsfræðideild eða vísindadeild. Innan þessara þriggja deilda er svo skipt í stærðfræði, eðlisfræði, forn- og nýmáladeildir o.s.frv. Stúdentsprófið er samræmt próf sem franskir unglingar taka 18 ára, sama árið fá þau sjálfræði og geta tekið bílprófið. Farðu út að leika Það gefur auga leið að f relsi barna í Frakklandi er mun takmarkaðra en íslenskra barna. Hér er setningin „æ, farðu út að leika" ekki sögð fyrr en barnið er orðið 8-10 ára og jafnvel síðar í stórborgum. Móðir unglings sagði mér að henni var ekki rótt að vita af dóttur sinni einni á leið heim úr skólanum fyrr en hún varð 16 ára, fannst hún hreinlega

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.