Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 8

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 8
6 Börn og menning Stokkhólmsháskóla að skrifa ritgerð um bækurnar. Þar er meðal annars rannsakað hvað veldur vinsældunum og hvernig myndirnar hafa þróast á nokkrum áratugum. Ég spyr Gunillu hvaða skoðun hún hafi á stöðu Einars Áskels og hvort hvort hún ætli að lesa þessa doktorsritgerð þegar hún kemur út. - Einar Áskel má kannski kalla „hið eilífa barn". Það er ekkert í bókunum sem minnir sérstaklega á eitt tímabil eða annað. Hann á ekki að vera fallegur, hann á ekki að vera í fötum sem tilheyra einhverri sérstakri tísku, það sem skiptir mestu máli er sagan sjálf. Ég er á þeirri skoðun að ef persóna í barnabók er sæt og í fallegum fötum, þá fer fólk að velta fyrir sér útlitinu og fötunum. Mér finnst föt og útlit ekki skipta máli og mér finnst slæmt hversu mikið er lagt uppúr slíku. Ég vil hafa Einar Áskel jafn hlutlausan og tímalausan og hægt er. Ég er ekki í sambandi við þá sem vinnur að doktorsritgerðinni, enda er hún einkamál doktorsnemans, en ég les greinar og ritgerðir um bækurnar verði þær á vegi mínum. Ég á örugglega eftir að lesa eitthvað í þessari doktorsritgerð líka þegar hún kemur. Gunilla Bergstöm hefur fengið margar viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars Schullströmsku verðlaunin sem Sænska akademína veitir. Sjálf stóð hún líka fyrir því að Alfons-Bokalen (Einars Áskels-bikarinn) var stofnaður, en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir mikilsvert framlag til barnamenningar. Ég spyr hana hvort henni finnist skipta máli að veitt séu verðlaun og viðurkenningar fyrir barnabækur. - Slíkt hlýtur allavega að skipta máli fyrir unga höfunda sem þurfa hvatningu. Einars Áskels-verðlaunin eru ekki veitt með ákveðnu millibili heldur fá þeir sem eiga skilið viðurkenningu þegar það á við. Mér finnst mikilvægt að draga fram það sem gott, það er ýmislegt gott gert fyrir börn en svo er líka mjög mikið í boði sem er síður gott. Bækurnar um Einar Áskel lýsa „venjulegum" strák í „venjulegu" úthverfi og ég held að það sé auðvelt fyrir fiest börn og fullorðna að samsama sig Einari og pabba hans. Hvað finnst höfundinum um allar þær svokölluðu fantasíubækur sem nú eru gefnar út og seljast í bílförmum um allan heim, þá er ég t.d. að meina Harry Potter, hefur hún lesið þessar bækur? - Ég skil hvað þú meinar, það er auðvitað mikið gef ið út af barnabókum um stríð á öðrum hnöttum og allskonar óraunverulega atburði og barnabækur hafa auðvitað lengi fallið í ólíka flokka. Fyrir hundrað árum síðan voru barnabækur uppeldistæki. í dag eru til Ijóðabækur, ævintýri, glæpasögur, raunsæissögur, pólitískar bækur og fræðsluefni fyrir börn. Bækurnar um Einar Áskel má líklega flokka sem félagslegt raunsæi. Þar eru engar prinsessur, það gerast engin kraftaverk, enginn vinnur milljón í lottói og alltaf er allt nokkurnveginn á sínum stað eins og venjulega. Ég las eina af bókunum um Harry Potter, svona til að geta talist upplýst, og mér fannst hún alveg ágæt. Mér finnst þessar bækur sýna að börn þurfa á því að halda að tilheyra einhverjum hópi. Þarna eru engin trúarbrögð, engir fjölmiðlar, engar ákveðnar reglur, ekkert öryggi. Vinirnir og hópurinn sem börnin tilheyra eru það sem mestu máli skiptir. Það eru félagarnir sem eru hver öðrum til halds og trausts. í sögunum um Einar Áskel ræðst höfundurinn á erfiðar og alvarlegar spurningar með húmorinn að vopni og þetta tekst mjög vel. Ég spyr því Gunillu hvort henni finnist mikilvægt að geta hlegið að því sem hræðir okkur og hvort hún haldi að það sé mögulegt að hlæja að hverju sem er. - Það eru forréttindi að hafa skopskyn, svar mitt er tvímælaust já, já, já, því sá sem getur hlegið að því sem að höndum ber stendur með pálmann í höndunum. Ég vil standa fyrir því að fólk getið hlegið meira. En þá er ég ekki að tala um neinn hæðnishlátur, því sá sem hlær slíkum hlátri hlýtur að vera óhamingjusamur. Seint í september var þáttur í sænska sjónvarpinu þar sem greint var frá því að hátt í 20% sænskra unglinga væru með neikvæða fordóma gagnvart innflytjendum og samkynhneigðum. Fulltrúi frá sænska kennarasambandinu, sem stóð að könnuninni, sagði frá því að jafnframt hefði komið fram að þeir unglingar sem ekki lesa fagurbókmenntir, hafi meiri fordóma en þeir sem lesa sér til ánægju. Ég segi Gunillu frá þessu og spyr hana hvort hún hugsi pólitískt og hvort hún sé meðvitað að reyna að skrifa þannig að börnin fái skilning á ólíkum menningarheimum, hvort hún vilji benda á að við séum kannski líkari hvert öðru en við höldum. Hún svarar því ekki beint hvort hún sé markviss boðberi ákveðinna gilda en segir: - Mér finnst þetta áhugavert. Ég held að gildi bókarinnar felist í því að við fáum tækifæri til að prófa að lifa lífi annarrar manneskju. Hvernig sé að vera konungur, morðingi, ráðherra, sá sem lagður er í einelti og svo framvegis. Við lesturinn sé ég líf annarra innanfrá. Ég fæ að prófa að vera kóngur eða glæpamaður. Það skiptir máli að fá að prófa líf annarra. Og tvímælalaust eru mun meiri líkindi en ólíkindi með því sem við köllum ólíka menningarheima. Einar Áskell er orðinn að sígildum bókmenntum og börnum í mörgum löndum þykir vænt um hann. Nú er hægt að kaupa barnaföt, smekki, lyklakippur og handklæði með myndum af Einari og Millu vinkonu hans. Örugglega væri hægt að ganga mun lengra en gert er í að selja vörur með

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.