Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 15

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 15
Þetta er harður heimur, Einar Áskell! 13 Kannski er aðalboðskapurinn sá að börn eru ekki fullkomin og heldur ekki fullorðna fólkið - en lífið þarf heldur ekki að vera svona alvarlegt og flókið. Það má alveg hlæja að vitleysunni. Undirförull og þjófóttur krakkaormur! Þegar nokkrar af nýrri bókunum eru gaumgæfðar má þó sjá að höfundurinn hefur smám saman verið að dýpka tilvistarlegar spurningar sem Einar Áskell þarf að glíma við í daglegu lífi. Sem dæmi um þetta má nefna bækurnar: Ertu svona, Einar Áskell? (á íslensku 2001) og Hvar endar Einar Áskell? (á íslensku 2002). í Ertu svona, Einar Áskell? er glímt við siðferðilegar spurningar. Einar Áskell er þjófkenndur, en er algerlega blásaklaus og vitaskuld tekur hann það mjög nærri sér að vinir hans snúi við honum baki. Að þeir trúi ekki á sakleysi hans og haldi blátt áfram að hann sé einhver annar en hann er. „Hann er ekki lengur Einar Áskell. í annarra augum er hann undirförull og þjófóttur krakkaormur! Dagarnir líða eins og í þoku. Einari Áskeli fínnst hann stundum varla vera til. Fyrst enginn veit að hann er alveg sami Einar Áskell og áður...ja, þá er hann kannski ekki lengur sami Einar Áskell? Þetta er hræðilegt." Þetta eru djúpar pælingar. Allt leysist þó á endanum, hinn raunverulegi þjófur finnst og Einar Áskell er tekinn í sátt af Millu vínkonu sinni. Lexían í þessari bók birtist í því að það leysist ekki allt af sjálfu sér. Það eru ekki allir sem vilja trúa því að Einar Áskell sé ekki þjófur, enda getur maður aldrei stjórnað almenningsálitinu. En það er bara allt í lagi. Besta vinkona hans veit að hann er alveg sá sami og hann hefur alltaf verið og það er nóg. Hvar endar Einar Áskell? greinir frá tilvistarspekilegum pælingum Einars Áskels. Hvað verður eigínlega af loftinu hans? Er það Einar Áskell sem dreifist Einor fiskell SB^bbtV. Gunilla Bergström þegar lyktin af epla-andardrætti hans berst burt... ... eitthvað burt, alveg niður í bæ... að stoppistöðinni? Þar stendur maður sem hugsar allt í einu: „Ætti ég að búa til EPLA-böku handa afabörnunum þegar þau koma í kvöld!" Hann heldur að þetta sé hans hugmynd! En stafaði hún ekki af epla- andardráttar-lyktinni sem einhver pattí, Einar Áskell, lét gossa út f bæ ... Hér er Einar Áskell farinn að hugsa eins og Guðmundur Steingrímsson, um áhrif sín á mannkynssöguna. Og hver kannast ekki við mýtuna um fiðrildið sem blakar vængjunum í Japan og hefur með einhverjum hætti áhrif á allan heiminn? Þessar tvær bækur greina frá innhverfum pælingum drengsins. Hann íhugar stöðu sína í heiminum; hvað hann getur gert til þess að breyta hlutunum og hver áhrif hann hefur á lífið í kringum sig. Og enn dýpka pælingarnar. Lítil saga um loftárás Boðskapurinn í Einari Áskeli og stríðspabbanum er ekki bara sá að stríð séu skelfileg. Með óvenjulegri sögu af loftárás leggur stríðspabbinn á þá félaga, Einar Áskel og Hamdi, nokkurs konar manndómsraun. Þeir verða að hlusta gaumgæfilega og þeir verða að leggja sig fram um að skilja sjónarmið annarra og virða reynslu þeirra þó að ungir séu. Stríðspabbinn bregður upp mynd af því þegar hann lá í skelfingu í yfirgefinni byggingu í miklum loftárásum. Þá sá hann maur á gólfinu, en hann beið líka af sér loftárásina áður en hann hélt áfram stritinu við að draga byrði sfna í bú. Sagan um það smæsta og valdaminnsta sem ekki gefst upp þrátt fyrir óheyrilegar ógnir og þjáningar, en heldur áfram að byggja upp tilveru sína. „Maurinn er ekki hafður með í stríðsmyndunum," segir stríðspabbinn. Strákarnir vita ekki alveg hvað þessi saga á að þýða og hún kemur alls ekki heim og saman við bíómyndirnar og alla þeirra skothríð og KRASS og KABÚMM auglýsingapésanna. En þeir finna þó að söguna skilja þeir á vissan hátt. Enda kemur á daginn að rétt á eftir geta þeir nýtt þann skilning og heimfært upp á sitt daglega líf. Vitaskuld er Gunilla Bergström svo svöl að hún hefur tekið það að sér að undirbúa börnin okkar fyrir komandi tíð. Stríð er nálægara okkur velferðarfríkunum en nokkru sinni á síðustu sextíu árum og f okkar nafni hefur verið skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við geðbilaðan amerískan stríðsherra sem engin leið er að vita hverju tekur upp á næst. Þá er nú ansi gott að blessuð börnin hafi lært að taka sér maurana til fyrirmyndar og þau haldi áfram að byggja upp eftir að allt hefur verið eyðilagt. Höfundur ersveinn í bókmenntafræði og áhugakona um eldamennsku

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.