Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 12

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 12
Börn og menning Einar Áskell er búinn að gleyma Manga fyrir löngu. En Mangi reiddist ekkert út af því. Hann hvarf bara. Enginn veit hvert hann fór. Kannski til einhvers annars sem er leiður og einmana og þarf á leynivini að halda ... ? að vera sérlega vandaður pípureykingamaður jafnvel fær um að láta tímann stöðvast í nokkur augnablik meðan hann blæs frá sér draumkenndum reykbólstrum. Gátt inn í annað svið Galdur margra bestu barnabóka, sem sumar hverjar eru bestu bækur sem mér eru kunnar, felst í því að sögusviðið er rofið. Heimur bókanna er ekki lokaður heldur er í þeim einhvers konar gátt sem leiðir yfir á annað svið sem er hvorki af þeim heimi sem lýst er í bókinni né heldur þeim heimi sem lesendurnir lifa og hrærast í sjálfir. Ég held að þetta séu gáttir sem gefi lesandanum von um að hitta sögupersónurnar fyrir fyrr eða síðar. Við getum tekið sem dæmi lok sögunnar Bróðir minn Ijónshjarta þegar bræðurnir Jónatan og Snúður stökkva út í myrkrið öðru sinni: „Ég sá ekki djúpið fyrir framan mig en ég vissi að það var þarna. Og ég þyrfti bara að ganga eitt skref út í myrkið, þá væri allt afstaðið. Það myndi ganga svo fljótt. [...] „Ó, Nangilima! Já, Jónatan, já ég sé Ijósið! Ég sé Ijósið."" Um leið og sögunni lýkur er gefið fyrirheit um nýtt upphaf. Það sama er uppi á teningnum í Karíus og Baktus: „Angakrílin fundu engar holur, til þess að fela sig í. Þeim var sópað burtu með tannsápu, vatni og froðu. Ekkert þýddi um náð að biðja. Enginn treysti þeim framar. Þeir duttu í þvottaskálina, runnu f skólprörið og alla leið út í stóra, stóra hafið." Það er e.t.v. síður ákjósanlegt að hitta þá Karíus og Baktus fyrir en hetjurnar Jónatan og Snúð en galdur frásagnanna er engu síður áþekkur, Jónatan og Snúður stökkva fram af hengiflugi í von um að þeirra bíði annað ævintýraland. í bókinni um Karíus og Baktus er einstaklega glæsilegt að sjá hið stóra, stóra haf breiða úr sér eftir að hafa lesið frásögn sem gerist mest megnis í munnholinu á honum Jens. í bókinni Hver bjargar Einari Áskeli? flytur Einar Áskell í nýtt hverfi og hefur engan til að leika sér við annan en leynivin sinn Manga, sem er eins og hugur manns enda ímyndaður. Einar Áskell eignast að endingu áþreifanlegan vin, Viktor. Eftir að Einar Áskell kynnist honum hefur hann ekki lengur þörf fyrir Manga, hann gleymir honum einfaldlega: „En Mangi reiddist ekkert út af því. Hann hvarf bara. Enginn veit hvert hann fór. Kannski til einhvers annars sem er leiður og einmana og þarf á leynivini að halda...?" Það má vera að Mangi hafi ekki reiðst en ég hef aldrei getað fyrirgefið Einari Áskeli þessi svik. Blekkingin er og verður besti vinur mannsins. Það má vera að hún sé lítil vörn gegn vatnsbyssum en það eru engir vinir eins meðfærilegir og ósýnilegir vinir. Mangi rýfur sögusvið sagnanna um Einar Áskel. Honum er sleppt lausum út á óþekkt mið. Mangi getur stokkið þó frammi fyrir honum gapi kolsvart djúpið. Og hann getur séð alla leið út yfir hið stóra, stóra haf þar sem bræðurnir Karíus og Baktus róa inn í sólarlagið í röndóttu tannburstaglasi.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.