Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 33

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 33
Barnæskan í Frakklandi 31 búsettir í öðrum landshluta. Við sem eigum hér afa og ömmur horfumst í augu við það að þau eru eldhress og önnum kafin og þarf að panta þau í pössun með margra daga fyrirvara. Þetta er í raun orðið stórvandamál fyrirfólk sem vill eignast börn en samt halda áfram að vinna, sérstaklega fyrir fólk sem ekki hefur mikið á milli handanna. Mikið er rifist og rætt um þessi mál á ýmsum vígstöðvum, þó sérstaklega í kvennapressunni en ekki man ég til þess að hafa séð forsætisráðherra eða forseta þurfa að svara fyrir þessi mál með konur, barneignir og vinnumarkað. Skólagangan Um 12 milljónir barna mættu haustið 2005 í leik- og grunnskóla í Frakklandi á móti rétt rúmlega 60.000 börnum á þessum skólastigum á íslandi, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Franska skólakerfið tekur við öllum börnum frá þriggja ára. Skólarnir tilheyra ríkiskerfinu og kennararnir eru ríkisstarfsmenn, en hins vegarsjá sveitafélögin um skólabyggingarnar og ráðningar og laun annarra starfsmanna, hreingerningarfólks og mötuneytið. Einnig eru kaup á efni og verkfærum á vegum sveitafélaganna. Skólaganga frá þriggja ára Haustið á þriðja aldursári komast öll frönsk börn í maternelle. Það er ekki skylda að setja þau í leikskóla en hins vegar ber ríkinu skylda til að taka við öllum börnum sem sækja um, burtséð frá búsetu, fjölskylduaðstæðum eða uppruna. Kosturinn er vitanlega að þessi skóli er ókeypis eins og grunnskólinn. Eingöngu þarf að greiða fyrir hádegismat, sé barnið ekki sótt í hádegishléi, og ef það þarf að vera í skólaskjóli fyrir eða eftir venjulegan skólatíma. Greiðsla fyrir þessa þjónustu er tekjutengd. Þetta eru ekki eiginlegir skólar, þeir eru líkir daémigerðum íslenskum leikskólum, en þarna er þó bekkjarkerfi, börnin eru í sinni stofu með sínum bekk, það er mætingarskylda og stundvísi er algert skilyrði eins og á efri stigum. Börn sem koma of seint fá einfaldlega ekki inngöngu, hurðinni er læst á slaginu 9. Það er aldrei skóli á miðvikudögum í ríkisskólunum og þetta gildir einnig um leikskólana. Það þykir ómannúðlegt að láta börnin mæta fimm daga í röð, ekki má gleyma því að þetta eru heilir dagar, 9-16:30 með klukkustund í mat og hvíld eftir það, fyrir yngstu deildina. Á miðvikudögum er hægt að koma með börnin í skólaskjólið, þá eru þau eingöngu að leika sér og fara gæði vistunarinnar eftir fólkinu sem vinnur þar sem og áhuga bæjarfélaganna á því að styrkja ferðir á söfn og í garða utan skólans. Á vorin fá foreldrarnir eins konar „einkunnablað". Það eru margar blaðsíður útfylltar með krossum um hæfni barnsins til þátttöku í hópstarfi, að þekkja litina, stafina o.s.frv. Þá fylgir bréf undirritað af kennara og skólastjóra þar sem mælt er með því að barnið haldi áfram upp í næsta bekk eða sitji áfram í sama bekk næsta ár. Þannig er í raun hægt að „fella" þriggja ára barn í leikskólanum. Mér skilst þó að undantekning sé á því að slíkt sé gert, leikurinn byrjar vfst ekki að kárna fyrr en þau koma upp í 12 ára bekk en þá er eins gott að uppfylla kröfur kerfisins um getu og greind. Fyrir tiltölulega frjálslega uppalda íslendinga getur þetta kerfi virkað afar hörkulegt og óbarnvænlegt. En þarna gildir að langmestu máli skiptir hvaða einstaklingar það eru sem sjá um börnin, hvaða kennara barnið þitt lendir hjá og hver skólastjórinn er. Mikill munur er á gæðum milli skóla og hér hef ég oft orðið vör við ráðleggingar í fjölmiðlum til foreldra um að „njósna" um skólana áður en barnið er innritað, fara í vettvangskönnun, rabba við foreldra þegar þeir bíða eftir börnunum í lok dags og taka púlsinn á stemningunni sem ríkir, hvernig aðstaða til leikja er, hvort íþróttaaðstaða sé fyrir hendi o.s.frv. Margar skólabyggingarnar í París eru gamlar og henta illa nútímakennsluaðferðum, stofurnar eru litlar, það bergmálar á göngunum og leikvellirnir við skólana minna oft á fangagarða, litlir steinreitir umkringdir háum múrum og hávaðinn getur farið yfir öll hættumörk þegar fjör er á ferð. Úthverfaskólinn sem mín börn eru í er tiltölulega nýr og byggingin gæti sómt sér vel í nýju úthverfi í Reykjavík. Plássið til að leika úti er gott og leiktækin hin skemmtilegustu.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.