Börn og menning - 01.09.2006, Síða 29
Pabbi les
27
Pabbi les
Ég ligg í rúminu mínu og pabbi situr
við það og les fyrir mig úr bókum Jóns
Sveinssonar sögur um Nonna og Manna.
Þeir lenda í mannýgu nauti sem verður
sífellt æstara. Þar til þeir grípa til þess
heillaráðs að snúa rauðri peysu á rönguna,
þvi í tjós kemur að það er rauði liturinn sem
æsir nautið. Eftir að hættan er liðin hjá
fæ ég brauð með hunangi og mjólkurglas
í rúmið. Sennilega hefur áróðurinn gegn
sykrinum heldur herst siðan þetta var. Og
gott ef ég heyrði ekki i fyrsta sinn minnst
á svonefnda útilegumenn í þessum sögum,
orð sem vakti mikla athygli mina, svo mikla
að ég man það enn. Og ég man lika eftir að
það var æsispennandi frásögn af viðureign
Eyfirðinga við ísbjörn.
Ég hef lesið fyrir Flóka á kvöldin síðan hann
man eftir sér. Fljótlega komst ein bók í
uppáhald, Fyrsta orðabókin mín eftir Richard
Scarry, stór bók með mörgum skemmtilegum
myndum. Þetta var um það leyti sem hann
var að byrja að tala. En hún hélt áfram að
vera í uppáhaldi og ég hef síðan oft óskað
mér þess að hafa aldrei keypt þessa bók.
Ekki svo að skilja að hún sé ekki fín, góð
fyrir börn sem eru að læra orð, en verður
leiðinleg eftir þúsund lestra.
Ólíkar barnabækur
Það er nóg úrval af vel litprentuðum en
drepleiðinlegum barnabókum. Flestar
þeirra eru þýddar úr einhverju útlensku
máli og koma oft í röð, margar bækur
eftir sömu höfunda. Stundum tengjast þær
sjónvarpsþáttum, og eru eins og skrifaðar af
frekar andlausu og lífsþreyttu skrifstofufólki.
Ég get ekki ímyndað mér íslenskt foreldri
sem ekki býður við bókunum um Bubba
Byggi, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt.
Við höfum auðvitað líka lesið
skemmtilegar bækur, til dæmis Svona gera
prinsessur, bækur um Einar Áskel, Snúð og
Snældu, og svo eru sjálfsagt einhverjar sem
við höfum misst af.
En ég óska semsagt eftir betri bókum
fyrir börn sem eru svona 3ja til 5 ára.
Textinn má ekki vera of mikill, ekki vera
útbíaður í hallærislegu uppskrúfuðu máli eða
vandræðalegum þýðingum. Söguhetjan ætti
að vera sjálfstætt hugsandi, frumleg og góð.
Ekki þæg, hrædd og lítil í sér, og hún á ekki
að komast að því að vinnusemi sé sérstök
dyggð, eða leita maklegra málagjalda með
ofbeldi. Hið síðastnefnda hélt ég að væri
sjálfsagt, en það er ekki, að minnsta kosti
ekki í Disney-bók sem var send á heimilið án
þess að beðið hafi verið um hana. Og helst
vildi ég vera laus við óþarfa tilfinningavellu
- væmni - sem er ekki það sama og að vera
laus við tilfinningar.
Færri myndir betri bækur?
Flóki er nýlega farinn að geta fylgst með
sögum þó að ekki séu litmyndir á hverri
Ingólfur Gíslason
les fyrír Flóka sem er nýorðinn fimm ára
einustu síðu. Sem mér finnst gott því mér
finnst eins og bækurnar verði betri eftir því
sem myndunum fækkar. Við áttum góðar
stundir með Bláa hnettinum eftir Andra
Snæ Magnason þó að að drengurinn hafi
eiginlega látið tæla sig á nákvæmlega sama
hátt og börnin í bókinni, hann skildi ekki
alveg siðferðilegu klípuna sem þau lentu í og
missti þess vegna aðeins einbeitinguna undir
lokin. Ég hugsa að við eigum eftir að lesa
bókina aftur.
Við feðgar eigum von á góðu
Ég ætla að prófa að lesa Nonna, mig
langar að vita hvort hann virkar ennþá.
Og Grimmsævintýri. Ég hlakka líka til að
lesa mína eftirlætishöfunda úr æsku, Astrid
Lindgren og Ole Lund Kierkegaard, sem
ég las reyndar einkum sjálfur, eftir að ég
fór að lesa. Ég hlakka líka til að lesa aðrar
góðar bækur sem fólk hefur mælt með en
sem ég hef aldrei kynnst, til dæmis bækur
Tove Jansson (ég prófaði að lesa brot úr
múmínálfabókinni Örlaganóttin og honum
virtist líka það nokkuð vel þótt hann hafi ekki
beðið um hana aftur. Við eigum það inni.)
Við nánari umhugsun þá hefði ég líka gaman
af að lesa úr þjóðsögum Jóns Árnasonar,
Þúsund og einni nótt, og kannski Sálminum
um blómið. Við feðgar eigum von á góðu.
En mikið finnst mér leiðinlegt þegar talað
er um að foreldrar ættu að lesa fyrir börnin
sín vegna þess að rannsóknir sýni að það
flýti fyrir lestrarþroska og þarmeð standi þau
framar en jafnaldrar f skólanum. Að lesa fyrir
barn er mikils virði í sjálfu sér, ég get varla
hugsað mér neitt dýrmætara. Fyrir fullorðna
og börn.
Höfundur er stærðfræðingur og pabbi