Börn og menning - 01.09.2006, Side 31

Börn og menning - 01.09.2006, Side 31
Sögur úr stríðinu „okkar" 29 En svona líður tíminn, suma daga er puð en slegið upp veislu í annan tíma; einn daginn kviknar ástin í ungum hjörtum, þann næsta steytir hjónaband á ástandsskeri, börn fæðast og ástvinir eru bornir til grafar. Allt eins og gengur. Svo er stríðið bara búið einn góðan veðurdag og hvunndagurinn finnur sér nýja farvegi. „Okkar" stríði var lokið en önnur stríð blossuðu von bráðar upp annars staðar, og allt önnur börn lágu þá andvaka og óttuðust afdrif feðra sinna og skylduliðs. Það er önnur saga. Sagnaglaðar ömmur Hér er farin sú leið að tengja þáið og núið með langömmu sem situr við stokkinn hjá barnabarnabarni og segir frá býsnum bernskuáranna. Þetta heppnast ágætlega, allir hafa jú átt sínar eigin sagnaglöðu ömmur og langömmur og vita því hvað klukkan slær þegar sú gamla byrjar; á augabragði opnast rifa og við blasir veröld sem var, heimur sem er í aðra röndina einfaldur og öruggur en svikull og stórvarasamur í hina. Ekki er ég svo vel lesinn að geta bent á göt og gloppur, minnisverð atvik eða óborganleg tilsvör sem höfundur leikgerðar ákvað að fella út úr upphaflegu sögunni. Þó þykist ég hafa lesið einhvers staðar að mestra fanga sé aflað í fyrstu bókinni en minna í hinum tveimur. Illuga Jökulssyni heppnast að mínum dómi vel að búa til lifandi heild úr öllu saman, trúverðuga sögu þar sem hæfilega er blandað af öllum sortum. Oft er sagt að leikstjórn heppnist best þegar enginn tekur eftir henni og hið sama mætti auðvitað segja um sviðsmyndir, gervi og lýsingu. Hér var allt í stakasta lagi og Sigurður Sigurjónsson og hans lið skila áhorfandanum inn í trúverðugan heim, þar helst allt í hendur eins og vera ber. Leikurinn berst um víðan völl eins og unnendur sagnanna þekkja, frá klaustri niður á höfn, í búðir, niður á bryggju og raunar á haf út; mestan part er eldhús fjölskyldunnar þó miðstöð sögunnar. Öll eru þau senuskipti snurðulaus og mikið af snjöllum lausnum og fallegum svipmyndum. Þá er að geta lifandi tónlistar sem á ekki lítinn þátt í að gefa hárréttan andblæ en tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson; hann stýrir flutningnum af alkunnri hind og flytur við þriðja mann. Heilræði handa fyllibyttum í framlínunni stendur sterkur og samvalinn leikhópur. Brynhildur Guðjónsdóttir er þar fremst í flokki og fer létt með að svissa á milli sögumanns á tvennum tíma; sem barn á stríðsárunum og langömmu í okkar tíma. Þórunn Erna Clausen og Baldur Trausti Hreinsson voru sannfærandi sjómannshjón með sístækkandi barnahóp, og Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúlason voru í ákaflega þakklátum hlutverkum sem afinn og amman og áttu marga drepfyndna spretti. Á restina af hópnum dæmist síðan að hrista fram úr ermi heilt þorp af samborgurum ásamt nunnum og herflokki og sennilega einhverjum fleirum. í því galleríi var mikið af minnisstæðu fólki, mikið átt við hárfína kómík en aldrei hreyft við skrípaleik sem betur fer. Margt var þarna sem sé einkar laglega gert. Eins og vera ber er sagan sögð frá sjónarhóli barnanna á bænum og horft á heiminn með þeirra augum. í því Ijósi verður margvfslegt bauk hinna fullorðnu harla léttvægt og lausnir á ýmsum aðkallandi verkefnum blasa við ef þau eru skoðuð með opnum huga. Þannig bendir Abba bæjarrónanum Lása á það, þegar brennivínsþorstinn ætlar hann lifandi að drepa, að þennan vanda megi hæglega leysa með sparnaði. Kaupa til að mynda tvær vínflöskur næst en drekka bara aðra þeirra og byggja þannig upp tryggan varasjóð. Muni hann þá aldrei líða skort hvað þetta varðar framar. Auðvitað sér Lási að þetta er þjóðráð en tafir verða samt á að hann hrindi sparnaðaráformum í framkvæmd. Sitji guðs englar er kynnt sem fjölskyldusýning og ég get vottað að hún rís undir þeim titli -yngri og eldri leikhúsgestum fannst í mínu tilviki jafn gaman í leikhúsinu en ekki endilega gaman samtímis. - Hvað var mest gaman? spurði ég syni mína um kvöldið. - Afinn! Svöruðu báðir án þess að hika. (Það var hann sem sagði „helvítis" og „andskotans" f öðru hverju orði og gekk um með fleytifullan hlandkopp). Morguninn eftir bætti sá yngri við: - Ég ætla að sjá Sitji guðs englar tvö þegar það kemur ... Höfundur er ritstjóri og áhugaleikari

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.