Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 28

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 28
26 Börn og menning Harpa Jónsdóttir Á ferð og flugi „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag ..." kvað skáldið og víst er að ferðalög um landið með börn í aftursætinu geta orðið bæði undarleg og erfið. Börnin missa fljótt þolinmæðina, mestu Ijúflingar verða geðvondir og stilltustu systkini rífast út af smámunum. Svo ég tali nú ekki um bílveikina og spurninguna eilífu: Erum við ekki að verða komin. Með góðri skipulagningu og smá skammti af þolinmæði má koma í veg fyrir pirringinn og gera ferðalögin auðveldari og umfram allt skemmtilegri fyrir alla fjölskylduna. Bókaútgáfan Mál og menning gaf nýlega út tvær ferðabækur fyrir börn og fjölskyldufólk, Ferðabók Fíusólar og Ferðahandbók fjölskyldunnar. Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifarFerðaóó/cF/usó/arogHalldórBaldursson myndskreytir. Á baksíðu bókarinnar segir að með henni vilji Fíasól og vinur hennar Ingólfur Gaukur kenna krökkum hvernig hægt er að skemmta sér konunglega í löngum bílferðum og á ferðalögum yfirleitt. í bókinni eru lýsingar á alls konar leikjum, myndir til að lita, þrautir, gátur og sögur. Bókin er full af gleði og sprelli eins og fyrri bækur Kristínar um fjörkálfinn Fíusól og myndirnar eru virkilega skemmtilegar og lifandi. Leikirnir eru fjölbreyttir, sumir vel þekktir eins og frúin í Hamborg (bls. 14) og stórfiskaleikur (bls. 27) og aðrir nýstárlegri svo sem njósnaleikurinn (bls. 19) og orðaleikurinn því miður ... en sem betur fer (bls. 69). í bókinni er líka lýsing á leiknum gulur bíll sem ég hélt í einfeldni minni að mín börn hefðu fundið upp, en svo reyndist ekki vera. „Vá, Fíasól," voru viðbrögð átta ára stúlku þegarégfékkhenni bókina. Hún byrjaði strax að teikna sjálfsmynd í þar til gerðan ramma og fylla út uppáhaldslistann (bls. 3). Eftir að hafa skoðað bókina vandlega var hennar dómur stuttur og laggóður : „Æði". Viðbröð drengs á sama aldri voru svipuð, honum fannst bókin mjög skemmtileg þó að hún væri um stelpu. Sem sagt, Ferðabók Fíusólar er fyrirtaks skemmtun, hvort sem er á ferðalagi, eða bara heima í stofu. Bjarnheiður Halldórsdóttir og Tómas Guðmundsson skrifa f sameiningu Ferðahandbók fjölskyldunnar. í bókinni benda þau á áhugaverða og fjölskylduvæna staði þar sem börn og fullorðnir geta unað sér saman. ( formála bókarinnar segja þau markmið hennar vera að fá fólk til að skoða, upplifa, njóta og slaka á úti í guðsgrænni náttúrunni. í upphafi bókarinnar er gátlisti fyrir ferðalanga og þar næst koma heilar átta blaðsíður með umferðarheilræðum. Þegar ég fletti bókinni fannst mér það vera full mikið af því góða, en eftir að hafa lesið heilræðin skipti ég um skoðun og fullyrði að það sé hverjum ökumanni hollt að lesa þessar blaðsíður reglulega og ekki síst áður en lagt er upp í ferðalög. I rauninni er mjög fljótlegt að fjalla um þessa bók. Hún er lipurlega skrifuð, full af fróðleik og skemmtilegum ábendingum, þægilega upp sett og auðveld í notkun. Hún vekur löngun til ferðalaga og könnunarleiðangra, hvetur til góðrar umgengni um landið og hentar jafnt ungum sem öldnum. Þó eru myndirnar í henni of dökkar margar hverjar og sumar hreinlega lélegar. Til dæmis virðist Látrabjarg vera eins og svört klessa (bls. 40) og myndin af selunum við Ytri-Tungu (bls. 30) finnst mér varla boðleg í svona bók. Letrið í meginmáli bókarinnar er smátt og nokkuð erfitt aflestrar, ekki síst fyrir börn. Þrátt fyrir það er Ferðahandbók fjölskyldunnar virkilega eiguleg og gagnleg bók, hvort sem börn eru með í för eða ekki. Flöfundur er kennari og textahöfundur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.