Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 25
Brýr og brunnar Inga Ósk Ásgeirsdóttir Brýr og brunnar Heil brú er smásagnasafn með níu smásögum byggðum á norrænni goðafræði eftir jafnmarga rithöfunda og teiknara. Nafnið á bókinni er dregið af upphafssögunni sem er eftir Gerði Kristnýju og fjallar um Heimdall brúarvörð. Gerður leikur sér með orðatiltækið heil brú en auk þess kynnist Heimdallur jötni í sögunni og samskipti þeirra við brúna brúa bil tveggja heima. Sama á við sögurnar, nýju sögurnar vísa í fornar goðsögurnar á mjög spennandi hátt. Hver saga byrjar á tilvitnun í Snorra-Eddu eða Eddukvæði sem síðan er unnið úr. Snorra-Edda er kennslubók og upptalningarkennd á stundum. Eddukvæðin eru flott en oft reynir á að komast í gegnum þau og í kennslu fer mikill tími i orðskýringar. Með tilvitnunum á sérstakri blaðsíðu er textinn settur í nýtt samhengi sem dregur fram hversu magnaður hann er, allt í einu talaði hann beint til mín. Við lestur sagnanna urðu áhrifin enn sterkari því þá fór af stað samræða goðsögunnar, smásögunnar og teikninganna. Það hversu ólík úrvinnsla rithöfundanna og teiknaranna varinnbyrðis jók enn á gleðina. Myndirnar f bókinni vöktu hrifningu mína enda hef ég alltaf haft áhuga á teikningu. Þær gera bókina líka eigulegri, að meiri grip. Það er gaman að fletta henni og myndirnar eínar og sér segja sína sögu. Venjulega eru gefnar út myndabækur fyrir yngri börnin í dýrum og vönduðum útgáfum en myndum sleppt í bókum ætluðum eldri börnum, unglingum og fullorðnum svo og kiljum sem þessari. Hugsunin virðist vera að myndir séu fyrir þá sem ekki geta lesið. Myndirnar í þessari bók eru mjög ólíkar, í mismunandi stílum en koma allar vel út í svart hvítu. Sagan Mistilteinn eftir Ingólf Örn Björgvinsson og Emblu Ýr Bárudóttur er myndasaga og í sögunni Blúbb! eftir Halldór Baldursson og Sjón tekur myndasagan yfir í lokin. Ormamyndir Þórarins Leifssonar í sögu Auðar Jónsdóttur Sögurnar eru sérstaklega viðbjóðslegar og myndir Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur í sögunni Leyniþjónusta hrafnanna og hænurnar þrjár eftir Þórunni Valdimarsdótturmiðlavel dulrænu og skuggalegu andrúmslofti sögunnar, myrkri, hröfnum og örlaganornum. Allt útlit bókarinnar er fallegt þótt ég hefði kosið víkingalegrí forsíðu, mér finnst teikningin á henni og liturinn minna dálítið á þjóðsögur. Klúður og klæðskipti Sögurnar gerast ýmist í goðheimi, mannheimi eða báðum heimum. Þeim er miðlað af eða í gegnum unga sögumenn fyrir utan söguna Blúbb en þar er Þór sjálfur sögumaður. í mörgum sagnanna eru persónurnar í vandræðum sem þær geta sjálfum sér kennt um, Heimdallur týnir lúðrinum fyrsta daginn í brúargæslunni, Jón Þór Óðinsson í Stanleyhamarsheimt eftir Þórarin Eldjárn týnir hamri afa síns, Höddi í Mistilteini og afinn í Sögunum láta stóra stráka sem þeir líta upp til plata sig og stelpan í Leyniþjónustu hrafnanna hjólar of hratt með litla bróður sínum og á sök á því að hann slasast. Hluti af þroska hvers manns er að gera mistök, læra af þeim og fyrirgefa sjálfum sér. Heimdallur og Jón Þór endurheimta gripi sína, stelpan í Leyniþjónustunni lærir að meta lífið á nýjan hátt, afinn í Sögunum tekst á við sjálfan sig og undrast kraft sinn, ambáttirnar Menja og Fenja í sögu Vilborgar Dagbjartsdóttur Það kallast ögurstund mala sér frelsi undan ánauð gráðugra kónga, Hymir lærir að dæma ekki eftir útlitinu í Blúbb! og strákurinn í 2093 eftir Andra Snæ Magnason sættist við dauða langafa síns. Tvær sagnanna gerast í goðheimum, Heil brú og Það kallast ögurstund.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.