Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 9
Það eru forréttindi að hafa skopskyn 7 sögupersónum Gunillu Bergström. Fannst henni sjálfsagt að samþykkja að nota Einar Áskel og Millu sem vörumerki? Gunilla dæsir dálítið og hummar og segir síðan: - Fyrir einhverjum árum var það þannig að það var álitið Ijótt og siðlaust af höfundi að leyfa að nota sögupersónur sínar á vörur. Nú er álitið ómögulegt ef höfundurinn samþykkir það ekki. Það er mikið til af ólöglegum vörum með sögupersónum mínum og mér er mjög illa við það. En það er mjög erfitt að vinna á móti þessu, því jafnvel þótt lögfræðingar eltist við þá sem nota Einar og Millu ólöglega, ná þeir aldrei í skottið á öllum. Ég vil alls ekki sjá Einar Áskel í vissu samhengi og hef bara samþykkt vörur sem mér sjálfri líst vel á. Helst vil ég að það sé eitthvað sem er þroskandi fyrir krakka, púsl og mjúkar dúkkur til dæmis. Ég legg ríka áherslu á að varan sé vönduð og að við framleiðsluna starfi fólk við góðar aðstæður sem fær lögmæt laun fyrir sína vinnu. f nýjustu bókinni um Einar Áskel segir pabbi vinar hans, sem er fyrrverandi hermaður, Einari og syni sínum Hamdi, dæmisögu um lítinn maur. Hann útskýrir ekki inntak sögunnar fyrir strákunum og þeir botna ekki alveg í sögunni. Heldur höfundurinn að börnin sem lesa og hlusta skilji hvað hún á við með þessari sögu? - Ég veit ekki hvort þau skilja söguna um maurinn. Bókin er hugsuð fyrir aðeins eldri börn en margar fyrri bækurnar, kannski 6-8 ára og ég vona að þau skilji þetta nokkurn veginn. Ég vil bjóða upp á samræður. Einar Áskell og Hamdi skilja söguna ekki alveg en mér finnst að börn þurfi ekkert að skilja allt, þau eiga að vaxa við lesturinn, það er allt í lagi að skilja eitthvað eftir handa þeim. Að lokum spyr ég þeírrar spurningar, sem lesendurnir ættu sennilega frekar að svara, hvers vegna Einar Áskell sé alltaf jafn ótrúlega vinsæll og raunin er. - Ég er vissulega ánægð með að bækurnar séu svona vinsælar. Þær fylgja fast á eftir bókunum hennar Astrid Lindgren og því er ég stolt af. Skýringin liggur mögulega í því að ég skrifa um það sem er sammannlegt. Ég hef alltaf haft áhuga á sálfræði og verið sjúklega forvitin um venjulegt fólk. Ég hef áhuga á hvernig fólk umgengst hvert annað, hvernig sambönd fólks þróast og hvernig allskonar mynstur verða til í samskiptum. Ég á við svona hluti sem við vitum öll af en erfitt er að setja fingur á. Þegar ég var 11-12 ára byrjaði ég beinlínis að njósna um venjulegt fólk og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á öllu því sem tilheyrir lífi hverrareinustu manneskju. Það ganga til dæmis allir í gegnum það einhverntíma að vera einmana og sakna einhvers eða hafa slæma samvisku. Um þessa sammannlegu reynslu fjalla bækurnar mínar. Höfundur er ritstjóri Barna og menningar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.